Enski boltinn

Klopp: Þurfum að halda græðginni áfram

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Liverpool hóf keppni í ensku úrvalsdeildinni af krafti þegar deildin fór í gang um helgina. Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, vill að leikmenn sínir haldi áfram að vera gráðugir.

Klopp vann sinn fyrsta titil með Liverpool í júní þegar liðið vann Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Hann á möguleika á öðrum titli í vikunni þegar Liverpool mætir Chelsea í UEFA Super Cup leiknum, Meistarar meistaranna leiknum hjá UEFA.

„Við þurfum að halda græðginni áfram. Það er mjög mikilvægt,“ sagði Klopp. „Ég efast ekki um að við gerum það því það er klárt að við þurfum þess.“

„Eftir úrslitaleikinn klöppuðu allir okkur á bakið en svona hrós getur tekið aðeins af kraftinum úr þér. Við erum ekki þannig, en það gæti gerst.“

Liverpool mætir Chelsea liði sem fékk skell gegn Manchester United í fyrsta stórleik ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Leikurinn er á miðvikudag, 14. ágúst, klukkan 19:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×