Enski boltinn

Keyptur til City fyrir 28 milljónir punda en fjórum árum síðar æfir hann með D-deildarliðinu Newport

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bony fagnar marki í leik með City.
Bony fagnar marki í leik með City. vísir/getty
Hinn 30 ára gamli Fílbeinsstrendingur, Wilfried Bony, sem skrifaði undir samning við Manchester City fyrir fimm árum síðan hefur fallið fljótt niður af stjörnuhimninum.

Framherjinn var keyptur til City á 28 milljónir punda en nú er hann án félags eftir stutta dvöl hjá Heimi Hallgrímssyni og félögum í Al Arabi í Katar.







Hann spilaði fjóa leiki fyrir Fílabeinsströndina í sumar er þeir komust í átta liða úrslit Afríkukeppninnar en Bony var í sigurliði þeirra 2015.

Mike Flynn, stjóri Newport, greindi frá þessu á samfélagsmiðlum sínum en Newport leikur í D-deildinni á Englandi svo fróðlegt verður að vita hvort Bony semji við liðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×