Enski boltinn

Fyrirliðinn svarar Mourinho og fleirum fullum hálsi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Azpilicueta og Lampard ganga af velli á sunnudag.
Azpilicueta og Lampard ganga af velli á sunnudag. vísir/getty
Cesar Azpilicueta, fyrirliði Chelsea, svarar Jose Mourinho og fleiri gagnrýnisröddum fullum hálsi eftir 4-0 tap Chelsea gegn Manchester United í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.Tammy Abraham og Mason Mount voru í byrjunarliði Chelsea í leiknum en þeir eru uppaldir hjá félaginu: Jose Mourinho setti spurningarmerki við uppstillingu Frank Lampard; að setja þessa ungu drengi í byrjunarliðið í jafn stórum leik.Fyrirliðinn stendur með stjóra sínum og svarar gamla stjóranum sínum fullum hálsi.„Ef þeir eru hérna þá er það af því þeir eiga skilið að vera hér. Þeir berjast á hverri einustu æfingu og við treystum þeim,“ sagði Azpilicueta og svaraði gagnrýnisröddunum fullum hálsi.„Allir þessir drengir hafa æft með Chelsea síðan þeir voru ungir drengir og núna eru þeir með gott tækifæri til þess að búa til frábært lið og læra af hverjum leik.“„Auðvitað hefðu allir verið til í að byrja betur en við verðum að sjá að þetta er raunveruleikinn og við verðum bara að vera sterkari,“ sagði fyrirliðinn.Azpilicueta segir að byrjunin sé mikil vonbrigði og að Chelsea þurfi að læra af þessu.„Við vitum að Chelsea mun alltaf berjast um allt. Þegar þú vinnur ekki þá koma spurningarnar en við verðum bara að takast á við það. Við vitum það að spila fyrir Chelsea krefst það besta frá þér í hverjum einasta leik svo við verðum að læra af þessum leik.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.