Enski boltinn

Fyrrum varnarmaður Liverpool kallaði Wilfried Zaha á fund sinn eftir lætin á Gluggadeginum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Zaha í leiknum á laugardaginn.
Zaha í leiknum á laugardaginn. vísir/getty
Wilfried Zaha, stórstjarna Crystal Palace, var verulega ósáttur á Gluggadeginum er Palace hafnaði öllum tilboðum í kappann.Fílbeinsstrendingurinn vildi komast burt frá félaginu en Arsenal og Everton höfðu bæði áhuga á að klófesta Zaha. Steve Parish, yfirmaður knattspyrnumála hjá Palace, sagði hins vegar nei takk.Zaha var allt annað en sáttur með þá framgöngu og Roy Hodgson, stjóri Palace, þurfti að senda hann heim á æfingunni á Gluggadeginum þar sem Zaha var einfaldlega ekki klár í að æfa.Samkvæmt heimildum enskra fjölmiðla kallaði varnarmaður Crystal Palace og fyrrum leikmaður Liverpool, Mamadou Sakho, Zaha og alla leikmenn félagsins á fund sinn.Sakho skipaði Zaha að leggja sig hundrað prósent fram, í það minnsta þangað til í janúar, þegar glugginn opnar á nýjan leik. Á það féllst Zaha á umtöluðum fundi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.