Flugferðum áfram aflýst í Hong Kong vegna mótmælanna Kjartan Kjartansson skrifar 13. ágúst 2019 10:05 Mótmælendur á flugvellinum í Hong Kong halda um augun. Margir þeirra hafa vakið athygli á atviki þar sem svo virðist sem að lögregla hafi skotið gúmmíkúlu í auga ungrar konu á mótmælum á sunnudag. Vísir/EPA Yfirvöld í Hong Kong hafa aflýst flugferðum til og frá borgarinnar vegna fjölmennra mótmæla, annan daginn í röð. Carrie Lam, leiðtogi Hong Kong, biðlaði til mótmælenda um að steypa borginni ekki niður í „hyldýpi‟. Svartklæddir mótmælendur hafa andæft lögregluofbeldi og krafist lýðræðis á alþjóðaflugvellinum í dag. Washington Post segir að engu að síður hafi flugsamgöngur verið að komast aftur í fastar skorður eftir að ferðum var aflýst í gær þegar innritun fyrir brottfarir var frestað tímabundið. Þá höfðu mótmælendur komið upp vegartálmum með farangurskerrum og hindrað brottfararfarþega.Á blaðamannafundi fyrr í dag sagði Lam að Hong Kong væri komin í „hættulega stöðu‟. Ofbeldi á mótmælunum myndi ýta borginni niður „leið þaðan sem ekki er afturkvæmt‟. Breska ríkisútvarpið BBC segir að fréttamenn hafi reiðst Lam þegar hún vék sér undan spurningum þeirra. Þeir hafi ítrekað hrópað og gripið fram í fyrir henni. Tíu vikur eru nú frá því að mótmælin í Hong Kong hófust. Upphaflega beindust þau að umdeildu frumvarpi sem hefði heimilað framsal á Hong Kong-búum í hendur kínverskra yfirvalda. Mótmælin hafa haldið áfram þrátt fyrir að fallið hafi verið frá frumvarpinu. Beinast þau nú fremur að því að tryggja frelsið sem Hong Kong hefur notið sem sérstök stjórnsýslueining innan Kína. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Mótmælin í Hong Kong verða ofbeldisfyllri Enn ein átökin brutust út milli lögreglu og mótmælanda í Hong Kong í dag en mótmælin hafa farið reglulega fram síðastliðnar tíu vikur. Lögreglan veitti ekki leyfi fyrir fjöldasamkomu eða kröfugöngu um helgina en mótmælendur létu það ekki á sig fá. 11. ágúst 2019 21:42 Flugi til og frá Hong Kong aflýst vegna mótmæla Flugmálayfirvöld í Hong Kong hafa tekið þá ákvörðun að fresta öllu flugi til og frá borginni vegna mótmælanna sem þar geisa. 12. ágúst 2019 11:37 Talsmaður stjórnvalda í Kína varar mótmælendur við að leika sér að eldinum Mótmælin í sjálfsstjórnarhéraðinu Hong Kong snúast ekki lengur bara um umdeild framsalsfrumvarp heldur um að fá að halda þeim réttinum og því frelsi sem íbúar Hong Kong hafa notið hingað til. 6. ágúst 2019 08:42 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sjá meira
Yfirvöld í Hong Kong hafa aflýst flugferðum til og frá borgarinnar vegna fjölmennra mótmæla, annan daginn í röð. Carrie Lam, leiðtogi Hong Kong, biðlaði til mótmælenda um að steypa borginni ekki niður í „hyldýpi‟. Svartklæddir mótmælendur hafa andæft lögregluofbeldi og krafist lýðræðis á alþjóðaflugvellinum í dag. Washington Post segir að engu að síður hafi flugsamgöngur verið að komast aftur í fastar skorður eftir að ferðum var aflýst í gær þegar innritun fyrir brottfarir var frestað tímabundið. Þá höfðu mótmælendur komið upp vegartálmum með farangurskerrum og hindrað brottfararfarþega.Á blaðamannafundi fyrr í dag sagði Lam að Hong Kong væri komin í „hættulega stöðu‟. Ofbeldi á mótmælunum myndi ýta borginni niður „leið þaðan sem ekki er afturkvæmt‟. Breska ríkisútvarpið BBC segir að fréttamenn hafi reiðst Lam þegar hún vék sér undan spurningum þeirra. Þeir hafi ítrekað hrópað og gripið fram í fyrir henni. Tíu vikur eru nú frá því að mótmælin í Hong Kong hófust. Upphaflega beindust þau að umdeildu frumvarpi sem hefði heimilað framsal á Hong Kong-búum í hendur kínverskra yfirvalda. Mótmælin hafa haldið áfram þrátt fyrir að fallið hafi verið frá frumvarpinu. Beinast þau nú fremur að því að tryggja frelsið sem Hong Kong hefur notið sem sérstök stjórnsýslueining innan Kína.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Mótmælin í Hong Kong verða ofbeldisfyllri Enn ein átökin brutust út milli lögreglu og mótmælanda í Hong Kong í dag en mótmælin hafa farið reglulega fram síðastliðnar tíu vikur. Lögreglan veitti ekki leyfi fyrir fjöldasamkomu eða kröfugöngu um helgina en mótmælendur létu það ekki á sig fá. 11. ágúst 2019 21:42 Flugi til og frá Hong Kong aflýst vegna mótmæla Flugmálayfirvöld í Hong Kong hafa tekið þá ákvörðun að fresta öllu flugi til og frá borginni vegna mótmælanna sem þar geisa. 12. ágúst 2019 11:37 Talsmaður stjórnvalda í Kína varar mótmælendur við að leika sér að eldinum Mótmælin í sjálfsstjórnarhéraðinu Hong Kong snúast ekki lengur bara um umdeild framsalsfrumvarp heldur um að fá að halda þeim réttinum og því frelsi sem íbúar Hong Kong hafa notið hingað til. 6. ágúst 2019 08:42 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sjá meira
Mótmælin í Hong Kong verða ofbeldisfyllri Enn ein átökin brutust út milli lögreglu og mótmælanda í Hong Kong í dag en mótmælin hafa farið reglulega fram síðastliðnar tíu vikur. Lögreglan veitti ekki leyfi fyrir fjöldasamkomu eða kröfugöngu um helgina en mótmælendur létu það ekki á sig fá. 11. ágúst 2019 21:42
Flugi til og frá Hong Kong aflýst vegna mótmæla Flugmálayfirvöld í Hong Kong hafa tekið þá ákvörðun að fresta öllu flugi til og frá borginni vegna mótmælanna sem þar geisa. 12. ágúst 2019 11:37
Talsmaður stjórnvalda í Kína varar mótmælendur við að leika sér að eldinum Mótmælin í sjálfsstjórnarhéraðinu Hong Kong snúast ekki lengur bara um umdeild framsalsfrumvarp heldur um að fá að halda þeim réttinum og því frelsi sem íbúar Hong Kong hafa notið hingað til. 6. ágúst 2019 08:42