Erlent

Mótmælin í Hong Kong verða ofbeldisfyllri

Gígja Hilmarsdóttir skrifar
Lögreglan í Hong Kong veitti ekki leyfi fyrir fjöldasamkomu eða kröfugöngu um helgina en mótmælendur héldu ótrauðir áfram.
Lögreglan í Hong Kong veitti ekki leyfi fyrir fjöldasamkomu eða kröfugöngu um helgina en mótmælendur héldu ótrauðir áfram.
Enn ein átökin brutust út milli lögreglu og mótmælanda í Hong Kong í dag en mótmælin hafa farið reglulega fram síðastliðnar tíu vikur. Lögreglan veitti ekki leyfi fyrir fjöldasamkomu eða kröfugöngu um helgina en mótmælendur létu það ekki á sig fá.Á vef Guardian kemur fram að mótmælin sem fóru fram í kvöld hafi verið sérstaklega ofbeldisfull miðað við síðustu daga. Óeirðalögregla sprautaði táragasi á lestarstöð og myndband náðist af lögreglumönnum berja á mótmælendum sem flúðu niður rúllustiga á annarri stöð.Fleiri mótmælendur slösuðust þegar óeinkennisklæddir lögreglumenn handtóku fjölda mótmælenda við Causeway Bay.  Í vikunni hófust verkfallsaðgerðir sem miðuð að því að lama borgina í mótmælaskyni við yfirvöld í Kína. Um tvö hundruð flugferðum var aflýst frá flugvellinum í Hong Kong.  Mótmælin hafa farið reglulega fram síðastliðnar tíu vikur og upphaf þeirra var umdeilt lagafrumvarp sem heimilar framsal brotamanna frá sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong til meginlands Kína. Lagafrumvarpið hefur nú verið tekið af dagskrá en mótmælin halda áfram þar sem mótmælendur krefjast þess að Kína virði þau réttindi og frelsi sem íbúar Hong Kong hafa notið.


Tengdar fréttir

Allsherjarverkfall í mótmælaskyni lamar Hong Kong

Mótmælendur í Hong Kong hófu í dag verkfallsaðgerðir sem miða að því að lama borgina í mótmælaskyni við yfirvöld í Kína. Um 200 flugferðum frá flugvellinum í Hong Kong hefur verið aflýst vegna verkfallsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.