Flugi til og frá Hong Kong aflýst vegna mótmæla Andri Eysteinsson skrifar 12. ágúst 2019 11:37 Mótmælendur á alþjóðaflugvellinum í Hong Kong. Getty/Anthony Kwan Flugmálayfirvöld í Hong Kong hafa tekið þá ákvörðun að fresta öllu flugi til og frá borginni vegna mótmælanna sem þar geisa. Farþegar í flugi þar sem innritun er ekki lokið missa því að ferðum sínum. Ákvörðunin var tekin vegna þess að mótmælendur höfðu hópast saman í og við flugvöllinn. Guardian greinir frá. Götur umhverfis flugvöllinn voru fullar af fólki sem lokaði leiðum farþega að vellinum, þá voru bílastæði einnig troðfull. Um er að ræða fjórða daginn í röð þar sem mótmælt er við alþjóðaflugvöllinn. Mótmælaaldan í Hong Kong hófst fyrr í sumar eftir að ríkisstjórnin hugðist samþykkja frumvarp sem heimilaði framsal sakamanna til Kína. Með tíð og tíma þróaðist ergja mótmælenda frá því að vera beint að framsalsfrumvarpinu og varð að gagnrýni og mótmælum gegn ríkisstjórninni í heild. Ríkisstjórnin líkt og mótmælendur gefur ekkert eftir Tíu vikur eru liðnar frá upphafi mótmælanna og hvorki mótmælendur né ríkisstjórnin hefur gefið eftir og hefur ríkisstjórnin meðal annars kallað mótmælendur hryðjuverkamenn. Mótmælendur og mannréttindahópar hafa gagnrýnt ríkisstjórnina og segja hana taka of hart á móti mótmælendum, sér í lagi eftir að táragasi var beitt gegn mótmælendum sem lokaðir voru inn á lestarstöð og eftir að lögreglumenn dulbjuggu sig sem mótmælendur áður en þeir framkvæmdu handtökur. Lögreglumenn hafa einnig orðið fyrir meiðslum, þónokkrir lögreglumenn hafa kvartað yfir augnmeiðslum eftir að mótmælendur hefðu beint leysigeislum að þeim, auk þess hafa mótmælendur varpað bensínsprengjum yfir lögreglumenn. Yfirvöld boðuðu þingmenn og fjölmiðla fyrr í dag til blaðamannafundar þar sem að lögregla sýndi mátt sinn og megin með því að frumsýna tvær háþrýstivatnsbyssur sem notaðar hafa verið gegn mótmælendum í öðrum ríkjum. Lögreglan í Hong Kong festi kaup á búnaðnum eftir mótmæli árið 2014 en þær hafa aldrei verið notaðar. Telja mótmælendur sýninguna vera fátt annað en hótun gegn mótmælendum. Hong Kong Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Sjá meira
Flugmálayfirvöld í Hong Kong hafa tekið þá ákvörðun að fresta öllu flugi til og frá borginni vegna mótmælanna sem þar geisa. Farþegar í flugi þar sem innritun er ekki lokið missa því að ferðum sínum. Ákvörðunin var tekin vegna þess að mótmælendur höfðu hópast saman í og við flugvöllinn. Guardian greinir frá. Götur umhverfis flugvöllinn voru fullar af fólki sem lokaði leiðum farþega að vellinum, þá voru bílastæði einnig troðfull. Um er að ræða fjórða daginn í röð þar sem mótmælt er við alþjóðaflugvöllinn. Mótmælaaldan í Hong Kong hófst fyrr í sumar eftir að ríkisstjórnin hugðist samþykkja frumvarp sem heimilaði framsal sakamanna til Kína. Með tíð og tíma þróaðist ergja mótmælenda frá því að vera beint að framsalsfrumvarpinu og varð að gagnrýni og mótmælum gegn ríkisstjórninni í heild. Ríkisstjórnin líkt og mótmælendur gefur ekkert eftir Tíu vikur eru liðnar frá upphafi mótmælanna og hvorki mótmælendur né ríkisstjórnin hefur gefið eftir og hefur ríkisstjórnin meðal annars kallað mótmælendur hryðjuverkamenn. Mótmælendur og mannréttindahópar hafa gagnrýnt ríkisstjórnina og segja hana taka of hart á móti mótmælendum, sér í lagi eftir að táragasi var beitt gegn mótmælendum sem lokaðir voru inn á lestarstöð og eftir að lögreglumenn dulbjuggu sig sem mótmælendur áður en þeir framkvæmdu handtökur. Lögreglumenn hafa einnig orðið fyrir meiðslum, þónokkrir lögreglumenn hafa kvartað yfir augnmeiðslum eftir að mótmælendur hefðu beint leysigeislum að þeim, auk þess hafa mótmælendur varpað bensínsprengjum yfir lögreglumenn. Yfirvöld boðuðu þingmenn og fjölmiðla fyrr í dag til blaðamannafundar þar sem að lögregla sýndi mátt sinn og megin með því að frumsýna tvær háþrýstivatnsbyssur sem notaðar hafa verið gegn mótmælendum í öðrum ríkjum. Lögreglan í Hong Kong festi kaup á búnaðnum eftir mótmæli árið 2014 en þær hafa aldrei verið notaðar. Telja mótmælendur sýninguna vera fátt annað en hótun gegn mótmælendum.
Hong Kong Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Sjá meira