Enski boltinn

Klopp mun ekki fórna Meistaradeildinni til þess að enda 29 ára bið í ensku úrvalsdeildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klopp léttur í bragði á síðustu æfingu Liverpool fyrir leikinn í kvöld.
Klopp léttur í bragði á síðustu æfingu Liverpool fyrir leikinn í kvöld. vísir/getty
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að hann muni ekki ákveða hvort að liðið vilji frekar vinna ensku úrvalsdeildina eða Meistaradeildina annað árið í röð á komandi leiktíð.Þjóðverjinn vann sinn fyrsta Evrópubikar með sigri á Tottenham í Madríd í júní mánuði en í deildinni þá lentu Liverpool einu stigi á eftir ensku meisturunum í Manchester City.Liverpool hefur ekki unnið deildina síðan tímabilið 1989/1990 en Klopp er ekki tilbúinn að fórna einum bikar í staðinn fyrir annan.„Því miður er ég ekki nægilega góður til þess að ákveða það. Ég verð að taka því sem kemur. Þannig er það bara,“ sagði Klopp en Liverpool byrjaði á 4-1 sigur í ensku deildinni.„Við ákváðum ekki á síðasta ári hvort að við myndum einbeita okkur að Meistaradeildinni og hunsa ensku úrvalsdeildina því auðvitað reynum við bara að finna fótboltaleiki.“„Þetta er miðvikudagskvöld og það er nægilega erfitt. Ég er ekki snillingur svo ég tek því sem kemur. Á síðasta ári unnum við eitthvað, fögnuðum því, en nú höldum við áfram.“Klopp og lærisveinar hans mæta Chelsea í Ofurbikarnum í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.