Enski boltinn

Man. United hefur borgað meira en milljarð fyrir hvert mark hjá Sanchez

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alexis Sanchez.
Alexis Sanchez. Getty/Simon Stacpoole
Fortíð, nútíð og framtíð Alexis Sanchez á Old Trafford er ekki glæsileg.Miklar væntingar voru bundnar til Alexis Sanchez hjá Manchester United þegar hann kom frá Arsenal í janúar 2018.Síðan eru liðnir átján mánuðir og uppskera Alexis Sanchez eru 4 mörk í 45 leikjum. Nú er hann endanlega kominn í frystikistuna hjá knattspyrnustjóranum Ole Gunnari Solskjær sem vill að Sílemaðurinn komi sér til annars liðs.Það er rökrétt að Manchester United vilji losna við leikmanninn víst að stjórinn hefur ekki not fyrir hann.Alexis Sanchez er nefnilega að fá 505 þúsund pund í laun á viku eða tæpar 76 milljónir íslenskra króna.Hann hefur fengið samtals 41 milljón pund inn á reikninginn sinn síðan að hann kom til Manchester United. Það gera 6,17 milljarða í íslenskum krónum.Það þýðir að Manchester United er búið að borga 8,2 milljónir punda fyrir hvert mark sem hann hefur skorað en Alexis Sanchez var einmitt fenginn til liðsins til að skora mörk.Það þýðir að Manchester United er búið að borga rúma 1,2 milljarða fyrir hvert mark talið í íslenskum krónum.Alexis Sanchez hefur verið óheppinn með meiðsli og misst úr tuttugu leiki vegna þeirra en frammistaða hans inn á vellinum hefur heldur ekki heillað marga.Alexis Sanchez skoraði 80 mörk í 166 leikjum með Arsenal í öllum keppnum frá 2014 til 2017 og var með 47 mörk í 141 leik með Barcelona frá 2011 til 2014. Hann hefur einnig skorað 43 mörk í 130 landsleikjum fyrir Síle.Alexis Sanchez er enn bara þrítugur og ætti að eiga mörg góð ár eftir. Það er þess vegna sem hann fékk þennan risasamning hjá Manchester United. Hvað gefur gerst hjá kappanum er síðan stóra spurningin sem margir vilja fá svar við.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.