Gary Neville hefur engan áhuga á að gerast þjálfari á ný Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 14. ágúst 2019 23:30 Sir Alex Ferguson var lærimeistari bæði Gary Neville og Ole Gunnar Solskjær. Solskjær fetar í fótspor Sir Alex sem stjóri Manchester United, Neville hefur hins vegar engann áhuga á því vísir/getty Fyrrum Manchester United maðurinn Gary Neville hefur engan áhuga á því að klæðast þjálfaragallanum á ný. Hann reyndi fyrir sér sem þjálfari Valencia en lifði ekki lengi. Neville, sem er 44 ára gamall, var ráðinn til Valencia haustið 2015 og var fjóra mánuði við stjórnvöllinn þar. Hann var á endanum rekinn frá félaginu eftir að hafa aðeins náð 10 sigrum í 28 leikjum. Þá var hann hluti af þjálfarateymi enska landsliðsins frá 2012 til 2016. Þrátt fyrir að þjálfaraferillinn sé ekki glæstur hefur Neville skapað sér nafn sem sjónvarpsspekingur og er einn helsti sérfræðingur Sky Sports. Þá er hann hlutaeigandi í fjórðu deildar liðinu Salford City og rekur þjónustufyrirtæki ásamt Ryan Giggs. Samtímamenn Neville hafa verið að láta meira fyrir sér fara í þjálfun upp á síðkastið; Ryan Giggs er landsliðsþjálfari Wales, Frank Lampard er orðinn stjóri Chelsea, Steven Gerrard er að gera góða hluti með Rangers og bróðir Gary, Phil Neville, þjálfar enska kvennalandsliðið. Þá var systir þeirra bræðra, Tracey Neville, þjálfari enska netbolta (e. netball) landsliðsins. Gary hefur hins vegar engan áhuga á að láta reyna á þjálfaraferilinn aftur. „Það er ekki einn einasti hluti af mér sem vaknar á morgnanna og hugsar með sér að hann vilji vera úti á æfingasvæðinu,“ sagði Neville við BBC. „Ég hef mun meiri áhuga á viðskiptahliðinni, að vera í stjórnarherberginu. Ég elska að horfa á leiki, en ég vil ekki vera úti á æfingasvæðinu. Ég gerði það og sá partur af lífi mínu er búinn.“ Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira
Fyrrum Manchester United maðurinn Gary Neville hefur engan áhuga á því að klæðast þjálfaragallanum á ný. Hann reyndi fyrir sér sem þjálfari Valencia en lifði ekki lengi. Neville, sem er 44 ára gamall, var ráðinn til Valencia haustið 2015 og var fjóra mánuði við stjórnvöllinn þar. Hann var á endanum rekinn frá félaginu eftir að hafa aðeins náð 10 sigrum í 28 leikjum. Þá var hann hluti af þjálfarateymi enska landsliðsins frá 2012 til 2016. Þrátt fyrir að þjálfaraferillinn sé ekki glæstur hefur Neville skapað sér nafn sem sjónvarpsspekingur og er einn helsti sérfræðingur Sky Sports. Þá er hann hlutaeigandi í fjórðu deildar liðinu Salford City og rekur þjónustufyrirtæki ásamt Ryan Giggs. Samtímamenn Neville hafa verið að láta meira fyrir sér fara í þjálfun upp á síðkastið; Ryan Giggs er landsliðsþjálfari Wales, Frank Lampard er orðinn stjóri Chelsea, Steven Gerrard er að gera góða hluti með Rangers og bróðir Gary, Phil Neville, þjálfar enska kvennalandsliðið. Þá var systir þeirra bræðra, Tracey Neville, þjálfari enska netbolta (e. netball) landsliðsins. Gary hefur hins vegar engan áhuga á að láta reyna á þjálfaraferilinn aftur. „Það er ekki einn einasti hluti af mér sem vaknar á morgnanna og hugsar með sér að hann vilji vera úti á æfingasvæðinu,“ sagði Neville við BBC. „Ég hef mun meiri áhuga á viðskiptahliðinni, að vera í stjórnarherberginu. Ég elska að horfa á leiki, en ég vil ekki vera úti á æfingasvæðinu. Ég gerði það og sá partur af lífi mínu er búinn.“
Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira