Flestir Bretar vilja ganga úr ESB sama hvað það kostar Kjartan Kjartansson skrifar 14. ágúst 2019 11:13 Kjósi Johnson forsætisráðherra að senda þingið heim til að binda hendur þess gagnvart Brexit nyti hann stuðnings stórs hluta bresku þjóðarinnar. Vísir/EPA Fleiri Bretar styddu að Boris Johnson forsætisráðherra gripi til hvaða ráða sem er til að draga Bretlands úr Evrópusambandinu en væru því andsnúnir ef marka má skoðanakönnun breska blaðsins Daily Telegraph. Johnson hefur sagst ætla að láta verða af Brexit í lok október, hvort sem það verður með útgöngusamningi við ESB eða ekki. Af þeim sem tóku afstöðu í skoðanakönnuninni sögðust 54% svarenda sammála fullyrðingunni: „Boris Johnson þarf að koma Brexit á sama hvað það kostar, þar á meðal með því að senda þingið heim ef þörf krefur til að koma í veg fyrir að þingmenn stöðvi það“. Andvígir voru 46%, að því er segir í frétt Reuters. Þegar tekið er tillit til óákveðinna aðhylltust 44% útgöngu sama hvað hún kostar en 37% voru á móti. Um fimmtungur sagðist óákveðinn. Vaxandi stuðningur við Íhaldsflokksins mældist í könnuninni en hann hefur tapað nokkru fylgi til Brexit-flokksins undanfarið. Um 31% sagðist styðja Íhaldsflokksins en 27% Verkamannaflokkinn.John Bercow, forseti neðri deildar breska þingsins, á Wimbledon-tennismótinu fyrr í sumar.Vísir/EPAÞingforsetinn ætlar að berjast gegn því að þingið verði sent heim Hugmyndin um að Johnson gæti sent þingið heim til þess að koma í veg fyrir að þingmenn samþykki frumvarp gegn útgöngu án samnings er umdeild. Sjálfur hefur Johnson ekki útilokað að hann grípi til þess ráðs og harðlínumenn hafa hvatt hann til þess. John Bercow, forseti neðri deildar þingsins, segir að hann muni berjast gegn hvers konar tilraunum til að fara í kringum eða stöðva þingið til að koma Bretlandi úr Evrópusambandinu með „hverju beini í líkama mínum“, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Við getum ekki lent í stöðu þar sem þinginu er lokað, við erum lýðræðisleg samfélag,“ segir Bercow. „Þingið lætur í sér heyra og enginn kemst upp með að koma í veg fyrir það, hvað mig varðar.“ Philipp Hammond, fyrrverandi fjármálaráðherra í ríkisstjórn Theresu May, segir að komið verði í veg fyrir útgöngu án samnings. Þingið muni stöðva það reyni ókjörnir fulltrúar í ríkisstjórn Johnson að þvinga útgöngunni í gegn. „Þingið er klárlega á móti útgöngu án samnings og forsætisráðherrann verður að virða það,“ segir Hammond. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bandaríkin tilbúin að semja við Bretland eftir Brexit Eftir að Bretar ganga úr Evrópusambandinu verður Bandaríkjastjórn tilbúin að skrifa undir fríverslunarsamning, að sögn bandaríska utanríkisráðherrans. 7. ágúst 2019 21:21 Hamstra lyf í stórefldum undirbúningi fyrir Brexit án samnings Breska ríkisstjórnin leggur stóraukið fé til undirbúnings útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings. 1. ágúst 2019 09:58 Samdráttur á Bretlandi í fyrsta skipti í sjö ár Fjármálaráðherrann hefur engar áhyggjur af því að kreppa gæti verið yfirvofandi. 9. ágúst 2019 18:41 Reyna að stoppa Boris Johnson fyrir dómi Skoskur dómstóll mun í næsta mánuði taka fyrir mál sem um sjötíu stjórnarandstöðuþingmenn hafa höfðað í von um að dómstóllinn úrskurði að Boris Johnson forsætisráðherra megi ekki slíta þingi til þess að ganga út úr Evrópusambandinu án samnings. 14. ágúst 2019 07:00 Mest lesið Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira
Fleiri Bretar styddu að Boris Johnson forsætisráðherra gripi til hvaða ráða sem er til að draga Bretlands úr Evrópusambandinu en væru því andsnúnir ef marka má skoðanakönnun breska blaðsins Daily Telegraph. Johnson hefur sagst ætla að láta verða af Brexit í lok október, hvort sem það verður með útgöngusamningi við ESB eða ekki. Af þeim sem tóku afstöðu í skoðanakönnuninni sögðust 54% svarenda sammála fullyrðingunni: „Boris Johnson þarf að koma Brexit á sama hvað það kostar, þar á meðal með því að senda þingið heim ef þörf krefur til að koma í veg fyrir að þingmenn stöðvi það“. Andvígir voru 46%, að því er segir í frétt Reuters. Þegar tekið er tillit til óákveðinna aðhylltust 44% útgöngu sama hvað hún kostar en 37% voru á móti. Um fimmtungur sagðist óákveðinn. Vaxandi stuðningur við Íhaldsflokksins mældist í könnuninni en hann hefur tapað nokkru fylgi til Brexit-flokksins undanfarið. Um 31% sagðist styðja Íhaldsflokksins en 27% Verkamannaflokkinn.John Bercow, forseti neðri deildar breska þingsins, á Wimbledon-tennismótinu fyrr í sumar.Vísir/EPAÞingforsetinn ætlar að berjast gegn því að þingið verði sent heim Hugmyndin um að Johnson gæti sent þingið heim til þess að koma í veg fyrir að þingmenn samþykki frumvarp gegn útgöngu án samnings er umdeild. Sjálfur hefur Johnson ekki útilokað að hann grípi til þess ráðs og harðlínumenn hafa hvatt hann til þess. John Bercow, forseti neðri deildar þingsins, segir að hann muni berjast gegn hvers konar tilraunum til að fara í kringum eða stöðva þingið til að koma Bretlandi úr Evrópusambandinu með „hverju beini í líkama mínum“, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Við getum ekki lent í stöðu þar sem þinginu er lokað, við erum lýðræðisleg samfélag,“ segir Bercow. „Þingið lætur í sér heyra og enginn kemst upp með að koma í veg fyrir það, hvað mig varðar.“ Philipp Hammond, fyrrverandi fjármálaráðherra í ríkisstjórn Theresu May, segir að komið verði í veg fyrir útgöngu án samnings. Þingið muni stöðva það reyni ókjörnir fulltrúar í ríkisstjórn Johnson að þvinga útgöngunni í gegn. „Þingið er klárlega á móti útgöngu án samnings og forsætisráðherrann verður að virða það,“ segir Hammond.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bandaríkin tilbúin að semja við Bretland eftir Brexit Eftir að Bretar ganga úr Evrópusambandinu verður Bandaríkjastjórn tilbúin að skrifa undir fríverslunarsamning, að sögn bandaríska utanríkisráðherrans. 7. ágúst 2019 21:21 Hamstra lyf í stórefldum undirbúningi fyrir Brexit án samnings Breska ríkisstjórnin leggur stóraukið fé til undirbúnings útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings. 1. ágúst 2019 09:58 Samdráttur á Bretlandi í fyrsta skipti í sjö ár Fjármálaráðherrann hefur engar áhyggjur af því að kreppa gæti verið yfirvofandi. 9. ágúst 2019 18:41 Reyna að stoppa Boris Johnson fyrir dómi Skoskur dómstóll mun í næsta mánuði taka fyrir mál sem um sjötíu stjórnarandstöðuþingmenn hafa höfðað í von um að dómstóllinn úrskurði að Boris Johnson forsætisráðherra megi ekki slíta þingi til þess að ganga út úr Evrópusambandinu án samnings. 14. ágúst 2019 07:00 Mest lesið Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira
Bandaríkin tilbúin að semja við Bretland eftir Brexit Eftir að Bretar ganga úr Evrópusambandinu verður Bandaríkjastjórn tilbúin að skrifa undir fríverslunarsamning, að sögn bandaríska utanríkisráðherrans. 7. ágúst 2019 21:21
Hamstra lyf í stórefldum undirbúningi fyrir Brexit án samnings Breska ríkisstjórnin leggur stóraukið fé til undirbúnings útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings. 1. ágúst 2019 09:58
Samdráttur á Bretlandi í fyrsta skipti í sjö ár Fjármálaráðherrann hefur engar áhyggjur af því að kreppa gæti verið yfirvofandi. 9. ágúst 2019 18:41
Reyna að stoppa Boris Johnson fyrir dómi Skoskur dómstóll mun í næsta mánuði taka fyrir mál sem um sjötíu stjórnarandstöðuþingmenn hafa höfðað í von um að dómstóllinn úrskurði að Boris Johnson forsætisráðherra megi ekki slíta þingi til þess að ganga út úr Evrópusambandinu án samnings. 14. ágúst 2019 07:00