Íslenski boltinn

Óli Kristjáns: Eigum harma að hefna

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ólafur Kristjánsson
Ólafur Kristjánsson stöð 2

FH freistar þess að komast í úrslitaleik bikarkeppni KSÍ í annað sinn á þremur árum þegar liðið tekur á móti KR í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.

KR er topplið Pepsi Max deildarinnar og eru flestir búnir að skrifa nöfn þeirra á Íslandsmeistarabikarinn nú þegar.

„Það verður gaman að fá KR-ingana hingað. Við eigum harma að hefna, töpuðum 2-1 í deildinni í sumar sem er eini tapleikurinn okkar hérna [í Kaplakrika]. Þeir eru búnir að vera hvað sterkastir í sumar,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, þegar Arnar Björnsson hitti hann í Kaplakrika í gær.

„Þetta er verðugt verkefni og mikið undir. Í bikarkeppninni eru bara úrslitin sem skipta máli, annað hvort ertu úti eða áfram í keppninni og nú er úrslitaleikurinn í veði.“

„Þú getur lent undir og klórað til baka, jafnað og svo framvegis, það er oft dramatík í þessu.“

Hvernig leik á Ólafur von á í Krikanum í kvöld?

„Ég á von á því að hér mæti tvö lið og sýni hvort öðru, áhorfendum og öllum, að það sé hungur að komast í úrslitaleikinn og það verði hart barist.“

Leikurinn hefst klukkan 18:00 á Kaplakrikavelli og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Útsending hefst klukkan 17:40.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.