Íslenski boltinn

Óli Kristjáns: Eigum harma að hefna

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ólafur Kristjánsson
Ólafur Kristjánsson stöð 2
FH freistar þess að komast í úrslitaleik bikarkeppni KSÍ í annað sinn á þremur árum þegar liðið tekur á móti KR í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.KR er topplið Pepsi Max deildarinnar og eru flestir búnir að skrifa nöfn þeirra á Íslandsmeistarabikarinn nú þegar.„Það verður gaman að fá KR-ingana hingað. Við eigum harma að hefna, töpuðum 2-1 í deildinni í sumar sem er eini tapleikurinn okkar hérna [í Kaplakrika]. Þeir eru búnir að vera hvað sterkastir í sumar,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, þegar Arnar Björnsson hitti hann í Kaplakrika í gær.„Þetta er verðugt verkefni og mikið undir. Í bikarkeppninni eru bara úrslitin sem skipta máli, annað hvort ertu úti eða áfram í keppninni og nú er úrslitaleikurinn í veði.“„Þú getur lent undir og klórað til baka, jafnað og svo framvegis, það er oft dramatík í þessu.“Hvernig leik á Ólafur von á í Krikanum í kvöld?„Ég á von á því að hér mæti tvö lið og sýni hvort öðru, áhorfendum og öllum, að það sé hungur að komast í úrslitaleikinn og það verði hart barist.“Leikurinn hefst klukkan 18:00 á Kaplakrikavelli og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Útsending hefst klukkan 17:40.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.