Enski boltinn

Segir að Man. United vinni deildina á nýjan leik á undan Liverpool og að Salah yfirgefi Liverpool

Anton Ingi Leifsson skrifar
Neville og Carragher saman.
Neville og Carragher saman. vísir/getty

Fyrrum knattspyrnumennirnir og núverandi spekingar Sky Sports, Gary Neville og Jamie Carrager, voru gestir á viðburðinum The Big Season Debate sem fór fram á vegum Sky.

Þar var rætt um hvaða lið gætu unnið ensku úrvalsdeildina og einnig var rætt um lægðina sem Manchester United hefur verið í síðustu ár.

Neville sagði að Manchester City, Liverpool og Totenham hafi öll gengið í gegnum sveiflur á síðustu árum. Nú væri það United sem hafði verið í þeim sveiflum.

Hann hélt áfram og sagði að þrátt fyrir sveiflur United væri líklegra að liðið myndi vinna deildina á undan Liverpool. Carragher skaut þó aðeins á hann þegar það kom fram.

Neville var ekki hættur og sagði ekki bara að United myndi vinna deildina á undan Liverpool heldur einnig að Mohamed Salah myndi yfirgefa Liverpool þegar hann sér ekki fram á að liðið vinni ensku úrvasdeildina.

Fyrrum hægri bakvörður enska landsliðsins er ekki þekktur fyrir að halda aftur af sér er hann sest í spekingarstólinn en myndbandið af þeim félögum rökræða þetta má sjá hér að ofan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.