Sex lögreglumenn skotnir í miklum skotbardaga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. ágúst 2019 23:25 Frá vettvangi. AP/Matt Rourke Minnst sex lögreglumenn voru fluttir á sjúkrahús í Philadelphiu-borg í Bandaríkjunum í kvöld eftir að mikill skotbardagi braust út í íbúðarhverfi í borginni. Lögregla er með gríðarlegan viðbúnað vegna málsins.Samkvæmt fréttastofu NBC í borginni hófst skotbardaginn eftir að fíkniefnalögreglumenn bönkuðu upp á heimili í Nicetown-hverfinu síðdegis í dag að staðartíma. Höfðu þeir meðferðis leitarheimild. Svo virðist sem að húsráðandi hafi brugðist illa við komu lögreglumannanna og segir í frétt NBC að eftir að lögreglumennirnir voru komnir á efri hæð íbúðarinnar hafi húsráðandi hafi skothríð með AK-47 hríðskotabyssu. Lögreglumennirnir skutu til baka og svo virðist sem við þetta hafi mikill skotbardagi hafist. Þegar þetta er skrifað hefur lögregla ekki náð að handtaka manninn sem hóf skothríðina og hefur hann læst sig inn í húsinu. „Þetta var eins og stríð, eins og það sem maður sér í stríði,“ sagði ónafngreint vitni í samtali við NBC. „Byssurnar, skothríðin, hljóðin. Það var eins og það væri verið að sprengja stanslaust á sama tíma og fólk var að hefja kvöldmatartíma,“ sagði vitnið. Lögreglumennirnir sex sem slösuðust í skotbardaganum eru ekki sagðir hafa slasast lífshættulega og hafa þeir verið fluttir á sjúkrahús.Hér að neðan má sjá beina útsendingu NBC í Philadelphiu á vettvangi. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Fleiri fréttir Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sjá meira
Minnst sex lögreglumenn voru fluttir á sjúkrahús í Philadelphiu-borg í Bandaríkjunum í kvöld eftir að mikill skotbardagi braust út í íbúðarhverfi í borginni. Lögregla er með gríðarlegan viðbúnað vegna málsins.Samkvæmt fréttastofu NBC í borginni hófst skotbardaginn eftir að fíkniefnalögreglumenn bönkuðu upp á heimili í Nicetown-hverfinu síðdegis í dag að staðartíma. Höfðu þeir meðferðis leitarheimild. Svo virðist sem að húsráðandi hafi brugðist illa við komu lögreglumannanna og segir í frétt NBC að eftir að lögreglumennirnir voru komnir á efri hæð íbúðarinnar hafi húsráðandi hafi skothríð með AK-47 hríðskotabyssu. Lögreglumennirnir skutu til baka og svo virðist sem við þetta hafi mikill skotbardagi hafist. Þegar þetta er skrifað hefur lögregla ekki náð að handtaka manninn sem hóf skothríðina og hefur hann læst sig inn í húsinu. „Þetta var eins og stríð, eins og það sem maður sér í stríði,“ sagði ónafngreint vitni í samtali við NBC. „Byssurnar, skothríðin, hljóðin. Það var eins og það væri verið að sprengja stanslaust á sama tíma og fólk var að hefja kvöldmatartíma,“ sagði vitnið. Lögreglumennirnir sex sem slösuðust í skotbardaganum eru ekki sagðir hafa slasast lífshættulega og hafa þeir verið fluttir á sjúkrahús.Hér að neðan má sjá beina útsendingu NBC í Philadelphiu á vettvangi.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Fleiri fréttir Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sjá meira