Enski boltinn

Tvítugur knattspyrnumaður fyrirfór sér eftir þrálát meiðsli

Anton Ingi Leifsson skrifar
Joel Darlington.
Joel Darlington. Mynd/Fésbókarsíða Bala Town FC
Joel Darlington var ungur og efnilegur knattspyrnumaður frá Wales sem fyrirfór sér á vormánuðum vegna erfiðra meiðsla í gegnum tíðina.Joel var mjög efnilegur og fór meðal annars á reynslu hjá Mancester United auk þess sem hann spilaði með yngri landsliðum Wales.Hann var svo kominn inn í liðið hjá Bala Town í úrvalsdeildinni hjá Wales ungur að árum en meiðsli í baki gerðu honum erfitt fyrir. Hann hætti einnig í skóla og lenti í vandræðum.Meiðslin gerðu honum erfitt fyrir að spila fótbolta og þrátt fyrir reglulegar heimsóknir til sjúkraþjálfara og lækna var lausnin ekki í sjónmáli.Þessi tvítugi piltur hengdi sig í bílskúr nærri heimili fjölskyldunnar þann 18. mars síðastliðinn.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.