Enski boltinn

Sol Campbell hættur sem knattspyrnustjóri Macclesfield Town

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sol Campbell sem knattspyrnustjóri Macclesfield Town.
Sol Campbell sem knattspyrnustjóri Macclesfield Town. Getty/James Williamson
Macclesfield Town er án knattspyrnustjóra eftir að Sol Campbell hætti með liðið í dag en félagið segir að ákvörðunin sé sameiginleg hjá því og Sol Campbell sjálfum.Sol Campbell var aðeins knattspyrnustjóri félagsins í átta mánuði en undir hans stjórn bjargaði liðið sér frá falli úr D-deildinni síðasta vor eftir aðeins tvo tapleiki í síðustu tíu leikjunum.Macclesfield Town var búið að spila þrjá keppnisleiki á leiktíðinni og fagnaði sigri í tveimur síðustu. Liðið vann Blackpool í vítakeppni í enska deildabikarnum í vikunni og 3-0 sigur á Leyton Orient í deildinni um síðustu helgi. Fyrsti leikurinn tapaðist aftur á móti 1-0 á útivelli á móti Exeter City.Sol Campbell er 44 ára gamall og fyrrum stórstjarna hjá Arsenal, Tottenham og enska landsliðinu. Hann tók við liði Macclesfield  í nóvember 2018 og var þetta hans fyrsta stjórastarf.„Það var frábært að fá að byrja stjóraferillinn hjá Macclesfield Town og ég þakklátur fyrir þennan lærdómsríka tíma,“ sagði Sol Campbell í tilkynningu félagsins.„Ég vil þakka öll leikmönnum og öllum starfsmönnum félagsins fyrir þann stuðning sem ég fékk á tíma mínum á Moss Rose sem og til allra stuðningsmannanna sem með trú sinni á liðið áttu mikinn þátt í árangri okkar í lokin,“ sagði Campbell.Campbell sagðist á sínum tíma hafa sent inn 12 til 13 umsagnir um stjórastörf áður en hann fékk starfið hjá Macclesfield Town.Nú er hann fyrsti stjórinn í enska boltanum sem missri starfið sitt á tímabilinu 2019-20.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.