Enski boltinn

Sol Campbell hættur sem knattspyrnustjóri Macclesfield Town

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sol Campbell sem knattspyrnustjóri Macclesfield Town.
Sol Campbell sem knattspyrnustjóri Macclesfield Town. Getty/James Williamson

Macclesfield Town er án knattspyrnustjóra eftir að Sol Campbell hætti með liðið í dag en félagið segir að ákvörðunin sé sameiginleg hjá því og Sol Campbell sjálfum.

Sol Campbell var aðeins knattspyrnustjóri félagsins í átta mánuði en undir hans stjórn bjargaði liðið sér frá falli úr D-deildinni síðasta vor eftir aðeins tvo tapleiki í síðustu tíu leikjunum.Macclesfield Town var búið að spila þrjá keppnisleiki á leiktíðinni og fagnaði sigri í tveimur síðustu. Liðið vann Blackpool í vítakeppni í enska deildabikarnum í vikunni og 3-0 sigur á Leyton Orient í deildinni um síðustu helgi. Fyrsti leikurinn tapaðist aftur á móti 1-0 á útivelli á móti Exeter City.

Sol Campbell er 44 ára gamall og fyrrum stórstjarna hjá Arsenal, Tottenham og enska landsliðinu. Hann tók við liði Macclesfield  í nóvember 2018 og var þetta hans fyrsta stjórastarf.„Það var frábært að fá að byrja stjóraferillinn hjá Macclesfield Town og ég þakklátur fyrir þennan lærdómsríka tíma,“ sagði Sol Campbell í tilkynningu félagsins.

„Ég vil þakka öll leikmönnum og öllum starfsmönnum félagsins fyrir þann stuðning sem ég fékk á tíma mínum á Moss Rose sem og til allra stuðningsmannanna sem með trú sinni á liðið áttu mikinn þátt í árangri okkar í lokin,“ sagði Campbell.

Campbell sagðist á sínum tíma hafa sent inn 12 til 13 umsagnir um stjórastörf áður en hann fékk starfið hjá Macclesfield Town.

Nú er hann fyrsti stjórinn í enska boltanum sem missri starfið sitt á tímabilinu 2019-20.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.