Enski boltinn

Fagnar því að Liverpool hafi farið í framlengingu því nú á hann meira myndefni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ralp Hassenhuttl.
Ralp Hassenhuttl. vísir/getty
Liverpool vann í gær Ofurbikarinn í knattspyrnu er liðið hafði betur gegn Chelsea í vítaspyrnukeppni en í leiknum árlega mætast sigurvegararnir í Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildinni.

Það er skammt stórra högga á milli hjá Liverpool því strax á laugardagskvöldið verða þeir mættir á St. Mary's leikvanginn þar sem þeir mæta Southampton í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Ralph Hasenhuttt, stjóri Southampton, segir að það verði engin þreyta í Liverpool-liðinu en fagnar því að eiga fleiri upptökur af þeim rauðklæddu frá Bítlaborginni.

„Ég heyrði Jurgen tala um það að hann hélt að við myndum fagna þessu. Ég var bara ánægður að þeir spiluðu lengur, aðallega því því hef ég meira myndefni til að sýna mínum leikmönnum,“ sagði Hassenhutl.

„Ég held að á síðasta ári spiluðu Liverpool þrettán leiki í miðri viku. Leikirnir um helgina á eftir þeim leikjum; þá unnu þeir ellefu og gerðu tvö jafntefli.“







„Þetta lið hefur svo mikla hæfileika og Jurgen er kannski að koma með smá afsökun fyrir forminu á leikmönnunum en hann þarf þess ekki því gæðin eru svo mikil í liðinu.“

„Ég býst við besta mögulega Liverpool-liðinu og við erum undirbúnir fyrir það. Það kveikir þó ekki áhuga minn því við viljum bara sýna viðbrögð frá tapinu gegn Burnley.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×