Enski boltinn

Lampard: Liverpool er með eitt besta lið í heimi og við áttum að vinna þá

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frank Lampard tekur boltann eftir baráttu á milli Andy Robertson og Cesar Azpilicueta.
Frank Lampard tekur boltann eftir baráttu á milli Andy Robertson og Cesar Azpilicueta. Getty/Gonzalo Arroyo

Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, hitti blaðamenn í dag fyrir leik liðsins á móti Leicester City á sunnudaginn.

Chelsea steinlá 4-0 á móti Manchester United í fyrstu umferð en sýndi allt aðra og betri frammistöðu á móti Liverpool í leiknum um Ofurbikar UEFA á miðvikudagskvöldið.

„Við fengum ekki á okkur jafnmörg mörk og á móti United. Það voru samt góðir kaflar í leiknum á móti Manchester United. Við verðum að læra af okkar mistökum í þessum leikjum,“ sagði Frank Lampard.

„ Liverpool er eitt besta lið í heimi og við áttum að vinna þá. Við hreyfðum boltann vel og sköpuðum færi,“ sagði Lampard.

„Við töpuðum þessum leik í vítakeppni en áttum að vinna leikinn sjálfan. Það sem er mikilvægast núna er hvernig við bregðumst núna við og við erum að elta fyrstu þrjú stigin okkar á tímabilinu,“ sagði Lampard.

„Það hefði vissulega verið betra að spila ekki 120 mínútur en svona fór það. Við fáum aukadag því leikurinn er ekki fyrr en á sunnudaginn. Leikmenn eru meira í endurheimt en að æfa,“ sagði Lampard.

„Þessi leikur á móti Leicester er stór leikur fyrir okkur fyrir framan okkar stuðningsmenn. Brendan er með samansafn af góðum leikmönnum í sínu liði,“ sagði Lampard.

Frank Lampard og Jürgen Klopp. Getty/Matthew Ashton


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.