Enski boltinn

Gylfi varð dýrasti leikmaður Bítlaborgarinnar á þessum degi fyrir tveimur árum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Sigurðsson kynntur sem nýr leikmaður Everton fyrir tveimur árum.
Gylfi Sigurðsson kynntur sem nýr leikmaður Everton fyrir tveimur árum. Getty/Jan Kruger

Í dag eru liðin tvö ár síðan að Everton gekk frá kaupunum á íslenska landsliðsmiðjumanninum Gylfa Þór Sigurðssyni frá Swansea City.

Everton borgaði Swansea 40 milljónir punda fyrir Gylfa og gerði hann þar með ekki aðeins að dýrasta leikmanninum í sögu Everton heldur einnig dýrasta leikmanninum í sögu fótboltans í Bítlaborginni.

Gylfi kostaði tæpum fjórum milljónum punda meira en Mohamed Salah sem Liverpool hafði keypt fyrr um sumarið.

Enska úrvalsdeildin minntist þessara tímamóta á Twitter-síðu sinni í dag og birti myndbönd með mörgum af glæsilegustu mörkum Gylfa í búningi Everton.Gylfi er búinn að skora 17 mörk og gefa 9 stoðsendingar á þessum tveimur tímabilum sínum með Everton, 4 mörk í 27 leikjum 2017-18 og svo 13 mörk í 38 leikjum í fyrra.

Gylfi er ekki lengur sá dýrasti í sögu Liverpool borgar því Liverpooll keypti Virgil van Dijk fyrir 75 milljónir punda í janúar 2018.
Í sumar voru einhverjar vangaveltur í ensku miðlunum um að Wilfried Zaha myndi slá met Gylfa ef Everton keypti hann frá Crystal Palace. Ekkert varð þó af þeim kaupum og Gylfi er ennþá dýrasti leikmaðurinn í sögu Everton.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.