Íslenski boltinn

Arnþór Ingi tognaður og missir af næstu leikjum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Arnþór Ingi hefur verið einn besti maður KR í sumar. Hann kom til KR frá Víkingi eftir síðasta tímabil
Arnþór Ingi hefur verið einn besti maður KR í sumar. Hann kom til KR frá Víkingi eftir síðasta tímabil vísir/bára

Arnþór Ingi Kristinsson verður frá í næstu leikjum KR vegna tognunar sem hann hlaut í leik KR og FH í Mjólkurbikarnum í vikunni.

Arnþór Ingi var borinn af velli á 34. mínútu leiksins en meiðslin eru ekki eins alvarleg og óttast var í fyrstu.

Miðjumaðurinn öflugi staðfesti við Fótbolta.net í dag að ekkert væri slitið í ökklanum heldur væri þetta bara tognun og liti þokkalega út.

Ljóst er að Arnþór verður frá næstu vikur en hann bindur vonir við að snúa aftur í KR-liðið í fyrsta leik eftir landsleikjahléið í byrjun september.

Miðað við það missir Arnþór af leikjum KR gegn Víkingi, KA og ÍA. Hann gæti snúið aftur gegn Val mánudaginn 16. september.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.