Lundstram tryggði Sheffield United fyrsta úrvalsdeildarsigurinn í tólf ár

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lundstram fagnar eftir að hafa skorað fyrsta mark Sheffield United á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í tólf ár.
Lundstram fagnar eftir að hafa skorað fyrsta mark Sheffield United á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í tólf ár. vísir/getty
Nýliðar Sheffield United unnu 1-0 sigur á Crystal Palace á Bramall Lane í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.John Lundstram skoraði eina mark leiksins á 47. mínútu.Luke Freeman átti þá sendingu fyrir markið sem David Guaita sem sló beint fyrir fætur Lundstram sem þakkaði pent fyrir sig og skoraði sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni á ferlinum.Þetta er fyrsti sigur Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni síðan liðið vann Watford, 1-0, 28. apríl 2007.Sheffield United er með fjögur stig í 7. sæti deildarinnar. Palace er með eitt stig í 14. sætinu.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.