Lundstram tryggði Sheffield United fyrsta úrvalsdeildarsigurinn í tólf ár

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lundstram fagnar eftir að hafa skorað fyrsta mark Sheffield United á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í tólf ár.
Lundstram fagnar eftir að hafa skorað fyrsta mark Sheffield United á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í tólf ár. vísir/getty
Nýliðar Sheffield United unnu 1-0 sigur á Crystal Palace á Bramall Lane í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.



John Lundstram skoraði eina mark leiksins á 47. mínútu.

Luke Freeman átti þá sendingu fyrir markið sem David Guaita sem sló beint fyrir fætur Lundstram sem þakkaði pent fyrir sig og skoraði sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni á ferlinum.

Þetta er fyrsti sigur Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni síðan liðið vann Watford, 1-0, 28. apríl 2007.

Sheffield United er með fjögur stig í 7. sæti deildarinnar. Palace er með eitt stig í 14. sætinu.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira