Þaulsætni kanslarinn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. ágúst 2019 09:00 Angela Merkel hefur verið kanslari í fjórtán ár. Vísir/EPA Íslendingar undirbúa nú enn eina stórheimsókn ársins. Eftir að hafa tekið á móti Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO, Frank-Walter Steinmeier, forseta Þýskalands og sjálfum Ed Sheeran, sem reyndar er tónlistarmaður, er röðin nú komin að Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Já og reyndar leiðtogum hinna Norðurlandanna. Merkel kemur hingað sem sérstakur heiðursgestur á sumarfundi norrænu forsætisráðherranna og mun að auki funda með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra einni. Fyrirséð er að hún virði fyrir sér Þingvelli og Viðey. Fáir núverandi þjóðarleiðtogar hafa setið jafnlengi og Merkel. Hvað þá á Vesturlöndum. Hún tók við sem kanslari árið 2005 og mun, að öllu óbreyttu, sitja til ársins 2021. Þegar hún lætur af embætti eftir tvö ár verður hún komin upp í annað sæti á listanum yfir þaulsætnustu kanslarana. Með sextán ár líkt og Kohl og þannig einungis á eftir Otto von Bismarck, sem sat í 23 ár mínus einn dag. Að því er kom fram í úttekt Deutsche Welle á valdatíð kanslarans hefur Merkel-tíminn einkennst af stækkandi þýsku hagkerfi og minnkandi atvinnuleysi. Það sem hefur vakið mesta athygli er þó hvernig Merkel hefur tekist á við afar erfið pólitísk mál á borð við grísku kreppuna, sem ógnaði evrusvæðinu öllu, hina ólöglegu innlimun Rússa á Krímskaga, mikið flæði flóttafólks til Evrópu og uppgang þjóðernisöfgamanna í Þýskalandi. Merkel hefur getið sér góðan orðstír fyrir að koma á viðræðum á milli karpandi fylkinga og lýsir hinn fyrrnefndi þýski miðill henni sem afar færri í krísustjórnun. Hún hefur dregið Kristilega demókrata, alla jafna stærsta hægriflokk Þýskalands nútímans, inn á miðjuna. Til að mynda með því að opna dyrnar fyrir flóttafólki. Það bauð hins vegar upp á tækifæri fyrir öfgaflokkinn AfD og þótt útlit sé fyrir að Kristilegir demókratar verði stærstir í næstu kosningum, samkvæmt skoðanakönnunum, er fylgið langt frá þeim hæðum sem það náði þegar Merkel sótti 41,5 prósent atkvæða árið 2013. Áður en flóttamannakrísan náði hæðum sínum. Birtist í Fréttablaðinu Utanríkismál Þýskaland Tengdar fréttir Merkel kemur til Íslands í næstu viku Þýski kanslarinn verður sérstakur gestur fundar forsætisráðherra Norðurlandanna í Reykjavík á þriðjudag. 15. ágúst 2019 11:09 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Sjá meira
Íslendingar undirbúa nú enn eina stórheimsókn ársins. Eftir að hafa tekið á móti Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO, Frank-Walter Steinmeier, forseta Þýskalands og sjálfum Ed Sheeran, sem reyndar er tónlistarmaður, er röðin nú komin að Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Já og reyndar leiðtogum hinna Norðurlandanna. Merkel kemur hingað sem sérstakur heiðursgestur á sumarfundi norrænu forsætisráðherranna og mun að auki funda með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra einni. Fyrirséð er að hún virði fyrir sér Þingvelli og Viðey. Fáir núverandi þjóðarleiðtogar hafa setið jafnlengi og Merkel. Hvað þá á Vesturlöndum. Hún tók við sem kanslari árið 2005 og mun, að öllu óbreyttu, sitja til ársins 2021. Þegar hún lætur af embætti eftir tvö ár verður hún komin upp í annað sæti á listanum yfir þaulsætnustu kanslarana. Með sextán ár líkt og Kohl og þannig einungis á eftir Otto von Bismarck, sem sat í 23 ár mínus einn dag. Að því er kom fram í úttekt Deutsche Welle á valdatíð kanslarans hefur Merkel-tíminn einkennst af stækkandi þýsku hagkerfi og minnkandi atvinnuleysi. Það sem hefur vakið mesta athygli er þó hvernig Merkel hefur tekist á við afar erfið pólitísk mál á borð við grísku kreppuna, sem ógnaði evrusvæðinu öllu, hina ólöglegu innlimun Rússa á Krímskaga, mikið flæði flóttafólks til Evrópu og uppgang þjóðernisöfgamanna í Þýskalandi. Merkel hefur getið sér góðan orðstír fyrir að koma á viðræðum á milli karpandi fylkinga og lýsir hinn fyrrnefndi þýski miðill henni sem afar færri í krísustjórnun. Hún hefur dregið Kristilega demókrata, alla jafna stærsta hægriflokk Þýskalands nútímans, inn á miðjuna. Til að mynda með því að opna dyrnar fyrir flóttafólki. Það bauð hins vegar upp á tækifæri fyrir öfgaflokkinn AfD og þótt útlit sé fyrir að Kristilegir demókratar verði stærstir í næstu kosningum, samkvæmt skoðanakönnunum, er fylgið langt frá þeim hæðum sem það náði þegar Merkel sótti 41,5 prósent atkvæða árið 2013. Áður en flóttamannakrísan náði hæðum sínum.
Birtist í Fréttablaðinu Utanríkismál Þýskaland Tengdar fréttir Merkel kemur til Íslands í næstu viku Þýski kanslarinn verður sérstakur gestur fundar forsætisráðherra Norðurlandanna í Reykjavík á þriðjudag. 15. ágúst 2019 11:09 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Sjá meira
Merkel kemur til Íslands í næstu viku Þýski kanslarinn verður sérstakur gestur fundar forsætisráðherra Norðurlandanna í Reykjavík á þriðjudag. 15. ágúst 2019 11:09