Innlent

Merkel kemur til Íslands í næstu viku

Kjartan Kjartansson skrifar
Vel fór á með Merkel og Katrínu þegar þær hittust í Þýskalandi í mars í fyrra.
Vel fór á með Merkel og Katrínu þegar þær hittust í Þýskalandi í mars í fyrra. Vísir/EPA

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, fundar með forsætisráðherrum Norðurlandanna í Reykjavík í næstu viku. Loftslagsmál, málefni norðurslóða, jafnréttismál og öryggismál verða meðal annars á dagskrá árlegs samfundar ráðherranna.

Í tilkynningu frá stjórnarráðinu kemur fram að fundurinn fari fram þriðjudaginn 20. ágúst. Merkel verði sérstakur gestur fundarins í boði Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Leiðtogar Álandseyja og Grænlands koma einnig til fundarins.

„Sérstaklega verður horft til tækifæra til þess að auka samstarf Norðurlandanna og Þýskalands til að takast á við áskoranir á alþjóðavettvangi, ekki hvað síst afleiðingar loftslagsbreytinga og stuðning við sjálfbæra þróun,“ segir í tilkynningunni.

Katrín og Merkel eru einnig sagðar munu eiga tvíhliða fund í tengslum við leiðtogafundinn. Þær hafa fundað í tvígang áður, í mars í fyrra og aftur síðasta sumar.

Einnig verði fundað með hópi norrænna forstjóra um sjálfæra framtíð sem vinna saman að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

Fundirnir og heimsóknir í tengslum við þá verða meðal annars í Hörpu, Viðey, við Hellisheiðarvirkjun, á Þingvöllum og á Gljúfrasteini.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.