Kalla eftir sniðgöngu Mulan-myndar eftir eldfima yfirlýsingu aðalleikkonunnar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. ágúst 2019 11:41 Crystal Liu fer með aðallhlutverk nýrrar Mulan-endurgerðar. Vísir/Getty Ummæli leikkonunnar Crystal Liu, sem fer með titilhlutverkið í leikinni endurgerð af Disney-myndinni Mulan, gætu dregið dilk á eftir sér. Á samfélagsmiðlum heyrast nú háværar kröfur um að myndin verði sniðgengin vegna stuðningsyfirlýsingar Liu við lögregluna í Hong Kong. Liu er sögð hafa birt færslu á kínverska samfélagsmiðlinum Weibo, þar sem á kínversku stóð: „Ég styð einnig lögreglulið Hong Kong. Þið megið lúskra á mér núna.“ Við textann bættist síðan enskur texti á þessa leið: „Þvílík synd fyrir Hong Kong.“ Myllumerkið #BoycottMulan (#SniðgangiðMulan) hefur síðan farið hátt á Twitter.When a girl was shot in the eye by the police in HK, LIU supports the China GOV which is responsible of all of this chaos in HK.....#BoycottMulanpic.twitter.com/ojGDbVw1u8 — KeyBoard Fighter Sammy (@woleifeifei) August 17, 2019 #BoycottMulan Me when the mulan actor is not informed about the situation and gives a dumbass comment endagering the success of a movie pic.twitter.com/VrfnOxlVq0 — Allbootyisbootiful (@queenofallbooty) August 16, 2019 First mushu is NOT in the movie, then Shang isn’t either and now the actress has the AUDACITY of publicly supporting this shit. #BoycottMulanpic.twitter.com/BXBU9qA4vP — Queen B (@TheBigestFandom) August 16, 2019 Ummæli Liu eru sögð vera vísun í slagorð mótmælenda sem eru hliðhollir lögreglunni í Hong Kong. Mótmæli þeirra stöfuðu af því að blaðamaður í Hong Kong varð fyrir árás lýðræðissinnaðra mótmælenda eftir að bolur með áletruninni „Ég elska lögreglulið Hong Kong“ fannst í tösku sem tilheyrði honum. Lögreglan hefur farið fram af mikilli hörku gegn mótmælendum í Hong Kong. Mótmæli hafa verið viðvarandi þar síðan í lok mars. Upphaflega snerust mótmælin um framsalsfrumvarp svæðisstjórnarinnar, sem hefði auðveldað framsal einstaklinga til Kína. Stjórnin féll að lokum frá frumvarpinu að hluta til en mótmælin héldu þó áfram með það fyrir augum að andmæla alfarið framsali til Kína. Eins hafa mótmælendur kallað eftir lýðræðisumbótum í Hong Kong. Eftir að Liu birti stuðningsyfirlýsingu sína við lögregluna hafa margir gagnrýnt stöðu hennar í málinu. Bent hefur verið á að hún sé bandarískur ríkisborgari og hún spurð hvers vegna hún styðji lögreglulið sem beiti ofbeldi og neiti borgurum í Hong Kong um þau réttindi sem hún nýtur sjálf í Bandaríkjunum. Bíó og sjónvarp Hong Kong Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira
Ummæli leikkonunnar Crystal Liu, sem fer með titilhlutverkið í leikinni endurgerð af Disney-myndinni Mulan, gætu dregið dilk á eftir sér. Á samfélagsmiðlum heyrast nú háværar kröfur um að myndin verði sniðgengin vegna stuðningsyfirlýsingar Liu við lögregluna í Hong Kong. Liu er sögð hafa birt færslu á kínverska samfélagsmiðlinum Weibo, þar sem á kínversku stóð: „Ég styð einnig lögreglulið Hong Kong. Þið megið lúskra á mér núna.“ Við textann bættist síðan enskur texti á þessa leið: „Þvílík synd fyrir Hong Kong.“ Myllumerkið #BoycottMulan (#SniðgangiðMulan) hefur síðan farið hátt á Twitter.When a girl was shot in the eye by the police in HK, LIU supports the China GOV which is responsible of all of this chaos in HK.....#BoycottMulanpic.twitter.com/ojGDbVw1u8 — KeyBoard Fighter Sammy (@woleifeifei) August 17, 2019 #BoycottMulan Me when the mulan actor is not informed about the situation and gives a dumbass comment endagering the success of a movie pic.twitter.com/VrfnOxlVq0 — Allbootyisbootiful (@queenofallbooty) August 16, 2019 First mushu is NOT in the movie, then Shang isn’t either and now the actress has the AUDACITY of publicly supporting this shit. #BoycottMulanpic.twitter.com/BXBU9qA4vP — Queen B (@TheBigestFandom) August 16, 2019 Ummæli Liu eru sögð vera vísun í slagorð mótmælenda sem eru hliðhollir lögreglunni í Hong Kong. Mótmæli þeirra stöfuðu af því að blaðamaður í Hong Kong varð fyrir árás lýðræðissinnaðra mótmælenda eftir að bolur með áletruninni „Ég elska lögreglulið Hong Kong“ fannst í tösku sem tilheyrði honum. Lögreglan hefur farið fram af mikilli hörku gegn mótmælendum í Hong Kong. Mótmæli hafa verið viðvarandi þar síðan í lok mars. Upphaflega snerust mótmælin um framsalsfrumvarp svæðisstjórnarinnar, sem hefði auðveldað framsal einstaklinga til Kína. Stjórnin féll að lokum frá frumvarpinu að hluta til en mótmælin héldu þó áfram með það fyrir augum að andmæla alfarið framsali til Kína. Eins hafa mótmælendur kallað eftir lýðræðisumbótum í Hong Kong. Eftir að Liu birti stuðningsyfirlýsingu sína við lögregluna hafa margir gagnrýnt stöðu hennar í málinu. Bent hefur verið á að hún sé bandarískur ríkisborgari og hún spurð hvers vegna hún styðji lögreglulið sem beiti ofbeldi og neiti borgurum í Hong Kong um þau réttindi sem hún nýtur sjálf í Bandaríkjunum.
Bíó og sjónvarp Hong Kong Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira