Íslenski boltinn

Sjáðu stórkostlegt mark Hólmfríðar og fyrsta mark Þóru í meistaraflokki

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Selfyssingar fagna eftir leik.
Selfyssingar fagna eftir leik. vísir/daníel

Selfoss vann sinn fyrsta stóra titil í fótbolta þegar liðið bar sigurorð af KR, 2-1, í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna í kvöld.

Þóra Jónsdóttir skoraði sigurmark Selfyssinga á 102. mínútu. Hún kom inn á sem varamaður skömmu fyrir lok venjulegs leiktíma.

Þetta var fyrsta mark Þóru í meistaraflokki. Hún valdi sannarlega rétta tímann til að skora það.

KR náði forystunni þegar Gloria Douglas skoraði laglegt mark á 17. mínútu.

Þegar níu mínútur voru til hálfleiks missti Þórunn Helga Jónsdóttir, fyrirliði KR, boltann á miðjum vellinum. 

Hólmfríður Magnúsdóttir tók boltann og brunaði í átt að marki KR. Hún lék á tvo varnarmenn KR-inga og skoraði svo með skoti í slá og inn.

Mörkin úr leiknum í lýsingu Guðmundar Benediktssonar má sjá hér fyrir neðan.
Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.