Erlent

Sáu flóttamenn en sigldu á brott

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Fyrir sléttri viku kom áhöfn malt­verskrar herþyrlu auga á Oga þar sem hann lá á grúfu yfir líki samferðamanns síns
Fyrir sléttri viku kom áhöfn malt­verskrar herþyrlu auga á Oga þar sem hann lá á grúfu yfir líki samferðamanns síns

Malta Mohammed Adam Oga, sá eini sem lifði af tilraun fimmtán flóttamanna til að sigla yfir Miðjarðarhaf fyrr í mánuðinum, sagði við Reuters í gær að fleiri en eitt skip hefði siglt fram hjá flóttamönnunum, hundsað allar beiðnir um aðstoð og siglt á brott.

„Þau komu mjög, mjög nálægt okkur. Sáu okkur í gegnum gluggana. En svo sigldu þau á brott,“ sagði Oga sem nú liggur á sjúkrahúsi í Tal-Qroqq á Möltu.

Fyrir sléttri viku kom áhöfn malt­verskrar herþyrlu auga á Oga þar sem hann lá á grúfu yfir líki samferðamanns síns, þess síðasta til að láta lífið. Samkvæmt Oga sjálfum létust hinir flóttamennirnir fjórtán hver af öðrum þegar matar-, vatns- og eldsneytisbirgðirnar kláruðust. Líkin voru sett út á þilfarið þar sem þau rotnuðu í steikjandi Miðjarðarhafssólinni.

„Eldsneytið kláraðist og rafhlaðan í GPS-tækinu sömuleiðis. Við vorum úti á hafi í ellefu daga og maturinn kláraðist allur,“ sagði Oga.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.