Erlent

Sáu flóttamenn en sigldu á brott

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Fyrir sléttri viku kom áhöfn malt­verskrar herþyrlu auga á Oga þar sem hann lá á grúfu yfir líki samferðamanns síns
Fyrir sléttri viku kom áhöfn malt­verskrar herþyrlu auga á Oga þar sem hann lá á grúfu yfir líki samferðamanns síns
Malta Mohammed Adam Oga, sá eini sem lifði af tilraun fimmtán flóttamanna til að sigla yfir Miðjarðarhaf fyrr í mánuðinum, sagði við Reuters í gær að fleiri en eitt skip hefði siglt fram hjá flóttamönnunum, hundsað allar beiðnir um aðstoð og siglt á brott.

„Þau komu mjög, mjög nálægt okkur. Sáu okkur í gegnum gluggana. En svo sigldu þau á brott,“ sagði Oga sem nú liggur á sjúkrahúsi í Tal-Qroqq á Möltu.

Fyrir sléttri viku kom áhöfn malt­verskrar herþyrlu auga á Oga þar sem hann lá á grúfu yfir líki samferðamanns síns, þess síðasta til að láta lífið. Samkvæmt Oga sjálfum létust hinir flóttamennirnir fjórtán hver af öðrum þegar matar-, vatns- og eldsneytisbirgðirnar kláruðust. Líkin voru sett út á þilfarið þar sem þau rotnuðu í steikjandi Miðjarðarhafssólinni.

„Eldsneytið kláraðist og rafhlaðan í GPS-tækinu sömuleiðis. Við vorum úti á hafi í ellefu daga og maturinn kláraðist allur,“ sagði Oga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×