„Við biðluðum til þeirra og grátbáðum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. ágúst 2019 21:45 Rapparinn kveðst saklaus. Vísir/Getty Bandaríski rapparinn A$AP Rocky, sem ákærður er fyrir líkamsárás í Stokkhólmi í lok júní, bar við sakleysi sínu í dómssal í dag, en réttað hefur verið yfir honum í Svíþjóð síðan á þriðjudag. Segist hann hafa grátbeðið meint fórnarlömb líkamsárásarinnar, sem hann segir hafa boðið sér birginn, um farsæl málalok og sagt þeim að hann vildi ekki að til átaka kæmi. „Við biðluðum til þeirra og grátbáðum, við sögðum „Heyrðu, við viljum ekki slást við ykkur. Við viljum engin fleiri vandamál. Við viljum ekki fara í fangelsi. Við viljum ekki slást. Vinsamlegast hættið að elta okkur,““ sagði rapparinn, hvers raunverulega nafn er Rakim Mayers, þegar hann bar vitni í málinu. Mayers var í byrjun júlí handtekinn ásamt tveimur öðrum mönnum grunaður um líkamsárás og hefur setið í gæsluvarðhaldi frá handtöku. Hann hafði nýlega verið aðalnúmerið á sænskri hip-hop hátíð, Smash x Stadion, sem haldin var í Stokkhólmi.Taldi meint fórnarlömb vera undir áhrifum fíkniefna Við vitnaleiðslur í dag, þar sem lögmenn spurðu rapparann spjörunum úr, sagðist hann hafa verið í skoðunarferð um Stokkhólm ásamt fylgdarliði sínu þegar tveir menn nálguðust þá og neituðu að láta þá í friði. Þá hafi öryggisvörður rapparans ýtt öðrum mannanna í burtu. „Ég gat ekki annað en gert ráð fyrir að þessir náungar væru undir áhrifum einhverskonar lyfja,“ er haft eftir Mayers í frétt NBC. Lið rapparans hafi því næst reynt að fjarlægjast mennina og tekið flöskur upp af jörðinni með það fyrir augum að forða því að mennirnir tveir gætu náð í þær. Þeir hafi einnig reynt að panta bíl með skutlþjónustunni Uber, án árangurs. Þá hafi mennirnir gerst enn árásargjarnari og ráðist á öryggisvörð Mayers. Það hafi verið þá sem rapparinn ákvað að blanda sér í átökin. Þeir hafi ekki hringt í lögregluna þar sem þeir kynnu ekki neyðarnúmerið í Svíþjóð og haf einfaldlega viljað komast eins fljótt og unnt væri upp á hótelið sitt. Yfirvöld í Stokkhólmi segja eina manneskju hafa skorist með glerbrotum úr flösku og hlotið aðra áverka í slagsmálunum. Einum öryggisverði Mayers var þá sleppt stuttu eftir handtökurnar á rapparanum og tveimur úr liði hans. Bandaríkin Svíþjóð Tónlist Tengdar fréttir A$AP Rocky ákærður fyrir líkamsárás í Svíþjóð Sænskur saksóknari segir að myndband af meintri árás sé alls ekki eina sönnunargagnið í málinu. 25. júlí 2019 09:07 Sérfræðingur í gíslatökum fylgist með réttarhöldum Rocky Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent sérstakan erindreka Bandaríkjanna, sem almennt hlutast til um mál þar sem gíslatökur koma við sögu, til Svíþjóðar til þess að fylgjast með réttarhöldum yfir rapparanum A$AP Rocky. 30. júlí 2019 22:05 A$AP Rocky neitar sök við réttarhöld í Stokkhólmi Rapparinn, ásamt tveimur öðrum mönnum, er sakaður um að hafa ráðist á mann í borginni í lok júní. 30. júlí 2019 10:16 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Sjá meira
Bandaríski rapparinn A$AP Rocky, sem ákærður er fyrir líkamsárás í Stokkhólmi í lok júní, bar við sakleysi sínu í dómssal í dag, en réttað hefur verið yfir honum í Svíþjóð síðan á þriðjudag. Segist hann hafa grátbeðið meint fórnarlömb líkamsárásarinnar, sem hann segir hafa boðið sér birginn, um farsæl málalok og sagt þeim að hann vildi ekki að til átaka kæmi. „Við biðluðum til þeirra og grátbáðum, við sögðum „Heyrðu, við viljum ekki slást við ykkur. Við viljum engin fleiri vandamál. Við viljum ekki fara í fangelsi. Við viljum ekki slást. Vinsamlegast hættið að elta okkur,““ sagði rapparinn, hvers raunverulega nafn er Rakim Mayers, þegar hann bar vitni í málinu. Mayers var í byrjun júlí handtekinn ásamt tveimur öðrum mönnum grunaður um líkamsárás og hefur setið í gæsluvarðhaldi frá handtöku. Hann hafði nýlega verið aðalnúmerið á sænskri hip-hop hátíð, Smash x Stadion, sem haldin var í Stokkhólmi.Taldi meint fórnarlömb vera undir áhrifum fíkniefna Við vitnaleiðslur í dag, þar sem lögmenn spurðu rapparann spjörunum úr, sagðist hann hafa verið í skoðunarferð um Stokkhólm ásamt fylgdarliði sínu þegar tveir menn nálguðust þá og neituðu að láta þá í friði. Þá hafi öryggisvörður rapparans ýtt öðrum mannanna í burtu. „Ég gat ekki annað en gert ráð fyrir að þessir náungar væru undir áhrifum einhverskonar lyfja,“ er haft eftir Mayers í frétt NBC. Lið rapparans hafi því næst reynt að fjarlægjast mennina og tekið flöskur upp af jörðinni með það fyrir augum að forða því að mennirnir tveir gætu náð í þær. Þeir hafi einnig reynt að panta bíl með skutlþjónustunni Uber, án árangurs. Þá hafi mennirnir gerst enn árásargjarnari og ráðist á öryggisvörð Mayers. Það hafi verið þá sem rapparinn ákvað að blanda sér í átökin. Þeir hafi ekki hringt í lögregluna þar sem þeir kynnu ekki neyðarnúmerið í Svíþjóð og haf einfaldlega viljað komast eins fljótt og unnt væri upp á hótelið sitt. Yfirvöld í Stokkhólmi segja eina manneskju hafa skorist með glerbrotum úr flösku og hlotið aðra áverka í slagsmálunum. Einum öryggisverði Mayers var þá sleppt stuttu eftir handtökurnar á rapparanum og tveimur úr liði hans.
Bandaríkin Svíþjóð Tónlist Tengdar fréttir A$AP Rocky ákærður fyrir líkamsárás í Svíþjóð Sænskur saksóknari segir að myndband af meintri árás sé alls ekki eina sönnunargagnið í málinu. 25. júlí 2019 09:07 Sérfræðingur í gíslatökum fylgist með réttarhöldum Rocky Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent sérstakan erindreka Bandaríkjanna, sem almennt hlutast til um mál þar sem gíslatökur koma við sögu, til Svíþjóðar til þess að fylgjast með réttarhöldum yfir rapparanum A$AP Rocky. 30. júlí 2019 22:05 A$AP Rocky neitar sök við réttarhöld í Stokkhólmi Rapparinn, ásamt tveimur öðrum mönnum, er sakaður um að hafa ráðist á mann í borginni í lok júní. 30. júlí 2019 10:16 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Sjá meira
A$AP Rocky ákærður fyrir líkamsárás í Svíþjóð Sænskur saksóknari segir að myndband af meintri árás sé alls ekki eina sönnunargagnið í málinu. 25. júlí 2019 09:07
Sérfræðingur í gíslatökum fylgist með réttarhöldum Rocky Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent sérstakan erindreka Bandaríkjanna, sem almennt hlutast til um mál þar sem gíslatökur koma við sögu, til Svíþjóðar til þess að fylgjast með réttarhöldum yfir rapparanum A$AP Rocky. 30. júlí 2019 22:05
A$AP Rocky neitar sök við réttarhöld í Stokkhólmi Rapparinn, ásamt tveimur öðrum mönnum, er sakaður um að hafa ráðist á mann í borginni í lok júní. 30. júlí 2019 10:16