„Við biðluðum til þeirra og grátbáðum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. ágúst 2019 21:45 Rapparinn kveðst saklaus. Vísir/Getty Bandaríski rapparinn A$AP Rocky, sem ákærður er fyrir líkamsárás í Stokkhólmi í lok júní, bar við sakleysi sínu í dómssal í dag, en réttað hefur verið yfir honum í Svíþjóð síðan á þriðjudag. Segist hann hafa grátbeðið meint fórnarlömb líkamsárásarinnar, sem hann segir hafa boðið sér birginn, um farsæl málalok og sagt þeim að hann vildi ekki að til átaka kæmi. „Við biðluðum til þeirra og grátbáðum, við sögðum „Heyrðu, við viljum ekki slást við ykkur. Við viljum engin fleiri vandamál. Við viljum ekki fara í fangelsi. Við viljum ekki slást. Vinsamlegast hættið að elta okkur,““ sagði rapparinn, hvers raunverulega nafn er Rakim Mayers, þegar hann bar vitni í málinu. Mayers var í byrjun júlí handtekinn ásamt tveimur öðrum mönnum grunaður um líkamsárás og hefur setið í gæsluvarðhaldi frá handtöku. Hann hafði nýlega verið aðalnúmerið á sænskri hip-hop hátíð, Smash x Stadion, sem haldin var í Stokkhólmi.Taldi meint fórnarlömb vera undir áhrifum fíkniefna Við vitnaleiðslur í dag, þar sem lögmenn spurðu rapparann spjörunum úr, sagðist hann hafa verið í skoðunarferð um Stokkhólm ásamt fylgdarliði sínu þegar tveir menn nálguðust þá og neituðu að láta þá í friði. Þá hafi öryggisvörður rapparans ýtt öðrum mannanna í burtu. „Ég gat ekki annað en gert ráð fyrir að þessir náungar væru undir áhrifum einhverskonar lyfja,“ er haft eftir Mayers í frétt NBC. Lið rapparans hafi því næst reynt að fjarlægjast mennina og tekið flöskur upp af jörðinni með það fyrir augum að forða því að mennirnir tveir gætu náð í þær. Þeir hafi einnig reynt að panta bíl með skutlþjónustunni Uber, án árangurs. Þá hafi mennirnir gerst enn árásargjarnari og ráðist á öryggisvörð Mayers. Það hafi verið þá sem rapparinn ákvað að blanda sér í átökin. Þeir hafi ekki hringt í lögregluna þar sem þeir kynnu ekki neyðarnúmerið í Svíþjóð og haf einfaldlega viljað komast eins fljótt og unnt væri upp á hótelið sitt. Yfirvöld í Stokkhólmi segja eina manneskju hafa skorist með glerbrotum úr flösku og hlotið aðra áverka í slagsmálunum. Einum öryggisverði Mayers var þá sleppt stuttu eftir handtökurnar á rapparanum og tveimur úr liði hans. Bandaríkin Svíþjóð Tónlist Tengdar fréttir A$AP Rocky ákærður fyrir líkamsárás í Svíþjóð Sænskur saksóknari segir að myndband af meintri árás sé alls ekki eina sönnunargagnið í málinu. 25. júlí 2019 09:07 Sérfræðingur í gíslatökum fylgist með réttarhöldum Rocky Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent sérstakan erindreka Bandaríkjanna, sem almennt hlutast til um mál þar sem gíslatökur koma við sögu, til Svíþjóðar til þess að fylgjast með réttarhöldum yfir rapparanum A$AP Rocky. 30. júlí 2019 22:05 A$AP Rocky neitar sök við réttarhöld í Stokkhólmi Rapparinn, ásamt tveimur öðrum mönnum, er sakaður um að hafa ráðist á mann í borginni í lok júní. 30. júlí 2019 10:16 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira
Bandaríski rapparinn A$AP Rocky, sem ákærður er fyrir líkamsárás í Stokkhólmi í lok júní, bar við sakleysi sínu í dómssal í dag, en réttað hefur verið yfir honum í Svíþjóð síðan á þriðjudag. Segist hann hafa grátbeðið meint fórnarlömb líkamsárásarinnar, sem hann segir hafa boðið sér birginn, um farsæl málalok og sagt þeim að hann vildi ekki að til átaka kæmi. „Við biðluðum til þeirra og grátbáðum, við sögðum „Heyrðu, við viljum ekki slást við ykkur. Við viljum engin fleiri vandamál. Við viljum ekki fara í fangelsi. Við viljum ekki slást. Vinsamlegast hættið að elta okkur,““ sagði rapparinn, hvers raunverulega nafn er Rakim Mayers, þegar hann bar vitni í málinu. Mayers var í byrjun júlí handtekinn ásamt tveimur öðrum mönnum grunaður um líkamsárás og hefur setið í gæsluvarðhaldi frá handtöku. Hann hafði nýlega verið aðalnúmerið á sænskri hip-hop hátíð, Smash x Stadion, sem haldin var í Stokkhólmi.Taldi meint fórnarlömb vera undir áhrifum fíkniefna Við vitnaleiðslur í dag, þar sem lögmenn spurðu rapparann spjörunum úr, sagðist hann hafa verið í skoðunarferð um Stokkhólm ásamt fylgdarliði sínu þegar tveir menn nálguðust þá og neituðu að láta þá í friði. Þá hafi öryggisvörður rapparans ýtt öðrum mannanna í burtu. „Ég gat ekki annað en gert ráð fyrir að þessir náungar væru undir áhrifum einhverskonar lyfja,“ er haft eftir Mayers í frétt NBC. Lið rapparans hafi því næst reynt að fjarlægjast mennina og tekið flöskur upp af jörðinni með það fyrir augum að forða því að mennirnir tveir gætu náð í þær. Þeir hafi einnig reynt að panta bíl með skutlþjónustunni Uber, án árangurs. Þá hafi mennirnir gerst enn árásargjarnari og ráðist á öryggisvörð Mayers. Það hafi verið þá sem rapparinn ákvað að blanda sér í átökin. Þeir hafi ekki hringt í lögregluna þar sem þeir kynnu ekki neyðarnúmerið í Svíþjóð og haf einfaldlega viljað komast eins fljótt og unnt væri upp á hótelið sitt. Yfirvöld í Stokkhólmi segja eina manneskju hafa skorist með glerbrotum úr flösku og hlotið aðra áverka í slagsmálunum. Einum öryggisverði Mayers var þá sleppt stuttu eftir handtökurnar á rapparanum og tveimur úr liði hans.
Bandaríkin Svíþjóð Tónlist Tengdar fréttir A$AP Rocky ákærður fyrir líkamsárás í Svíþjóð Sænskur saksóknari segir að myndband af meintri árás sé alls ekki eina sönnunargagnið í málinu. 25. júlí 2019 09:07 Sérfræðingur í gíslatökum fylgist með réttarhöldum Rocky Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent sérstakan erindreka Bandaríkjanna, sem almennt hlutast til um mál þar sem gíslatökur koma við sögu, til Svíþjóðar til þess að fylgjast með réttarhöldum yfir rapparanum A$AP Rocky. 30. júlí 2019 22:05 A$AP Rocky neitar sök við réttarhöld í Stokkhólmi Rapparinn, ásamt tveimur öðrum mönnum, er sakaður um að hafa ráðist á mann í borginni í lok júní. 30. júlí 2019 10:16 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira
A$AP Rocky ákærður fyrir líkamsárás í Svíþjóð Sænskur saksóknari segir að myndband af meintri árás sé alls ekki eina sönnunargagnið í málinu. 25. júlí 2019 09:07
Sérfræðingur í gíslatökum fylgist með réttarhöldum Rocky Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent sérstakan erindreka Bandaríkjanna, sem almennt hlutast til um mál þar sem gíslatökur koma við sögu, til Svíþjóðar til þess að fylgjast með réttarhöldum yfir rapparanum A$AP Rocky. 30. júlí 2019 22:05
A$AP Rocky neitar sök við réttarhöld í Stokkhólmi Rapparinn, ásamt tveimur öðrum mönnum, er sakaður um að hafa ráðist á mann í borginni í lok júní. 30. júlí 2019 10:16