Trump hittir leiðtoga Grænlands og Færeyja í byrjun september Kristján Már Unnarsson skrifar 3. ágúst 2019 08:19 Kim Kielsen tók á móti Lars Løkke Rasmussen á flugvellinum í Nuuk síðastliðið haust þegar forsætisráðherra Danmerkur kom til að undirrita flugvallasamninginn. Mynd/TV-2, Danmörku. Donald Trump Bandaríkjaforseti fundar með forystumönnum Grænlendinga og Færeyinga í Kaupmannahöfn í byrjun september þegar hann kemur við í Danmörku eftir heimsókn til Póllands. Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem Bandaríkjaforseti hittir leiðtoga þessara næstu nágrannaþjóða Íslendinga. Megintilgangur Evrópuheimsóknar Trumps dagana 31. ágúst til 4. september er að minnast þess að 80 ár verða liðin frá innrás Þjóðverja í Pólland, sem markaði upphaf síðari heimsstyrjaldar. Trump tekur þátt í minningarathöfnum í Varsjá þann 1. september.Donald Trump heilsar Lars Løkke Rasmussen, þáverandi forsætisráðherra Dana, við Hvíta húsið fyrir tveimur árum.Mynd/Hvíta húsið.Danir urðu margir upp með sér þegar tilkynnt var að Bandaríkjaforseti og forsetafrúin Melania hyggðust í bakaleiðinni heilsa upp á Margréti Danadrottningu og Mette Frederiksen, nýbakaðan forsætisráðherra. Danskir fréttaskýrendur áttuðu sig þó fljótlega á því að Trump hafði minnstan áhuga á Danmörku, - Grænland er aðalmálið. Í opinberri fréttatilkynningu Hvíta hússins segir að heimsókn forsetans varpi ljósi á söguleg tengsl Bandaríkjanna, Póllands og Danmerkur, sem og vilja forsetans til að takast á við sameiginlegar öryggisáskoranir svæðisins. Þetta þýðir Grænland og norðurslóðir, lesa hermálasérfræðingar dönsku blaðanna á milli línanna, enda er Kim Kielsen, leiðtoga Grænlendinga, boðið að koma til Kaupmannahafnar til fundar með Trump, við hlið Mette Frederiksen.Lars Løkke Rasmussen, þáverandi forsætisráðherra Danmerkur, tekur ljósmynd fyrir mótmælenda í Nuuk í heimsókn til Grænlands í fyrrahaust. Búist er við að kastljósið muni ekki síst beinast að Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, á fundinum með Trump í næsta mánuði, en Kielsen er til hægri á myndinni.Mynd/TV-2, Danmörku.Lögmanni Færeyja, Aksel V. Johannesen, er einnig boðið að hitta Bandaríkjaforseta. Það er hins vegar óvíst hvort hann verði þá enn lögmaður því kosningar fara fram til Lögþings Færeyja þann 31. ágúst. Kastljósið mun því meðal annars beinast að því sem fram fer á milli Trumps og Kims Kielsen, formanns landsstjórnar Grænlands. Bandaríkjamenn hafa lengi haft áhyggjur af áhuga Kínverja á Grænlandi og hernaðaruppbyggingu Rússa á norðurslóðum. Ákvörðun þeirra um milljarða fjárfestingu á Keflavíkurflugvelli er nýjasta dæmið um að þeir ætli sér að styrkja hernaðarmátt sinn í þessum heimshluta.Vel fór á með leiðtogum Danmerkur og Bandaríkjanna í Hvíta húsinu þann 30. mars 2017. Danir fara með utanríkismál Grænlands.Mynd/Hvíta húsið.Líklegt þykir að Thule-herstöðina og frekari uppbyggingu á Grænlandi muni bera á góma á fundi Trumps í Kaupmannahöfn. Þess er skemmst að minnast að bandaríska varnarmálaráðuneytið lýsti síðastliðið haust yfir vilja til þess að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands, aðeins viku eftir að Lars Løkke Rasmussen hitti Kim Kielsen í Nuuk og skrifaði undir tugmilljarða samning um stuðning danskra stjórnvalda við flugvallaverkefnið. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá undirritun flugvallarsamningsins í fyrrahaust: Danmörk Donald Trump Færeyjar Grænland NATO Pólland Tengdar fréttir Kielsen tryggði flugvallagerð og fyrsta þjóðveg Grænlands Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi og leggja fyrsta þjóðveg landsins, samkvæmt stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Kim Kielsen, en ráðherralistinn var kynntur í dag. 5. október 2018 21:00 Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30 Bandaríkin blanda sér í flugvallamál Grænlands Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum. 18. september 2018 20:45 Danskur verktaki fær flugvelli á Grænlandi Danska verktakafyrirtækið Munck Gruppen varð hlutskarpast í útboði um gerð nýrra flugvalla í Nuuk og Ilulissat á Grænlandi. Framkvæmdir hefjast í haust. 14. júlí 2019 10:45 Bandaríski herinn og NATO áætla að setja 14 milljarða í framkvæmdir hér á landi Þar á meðal er viðhald á vegum NATO fyrir 4,5 milljarða króna. Einnig er gert ráð fyrir töluverðum framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli. 20. júlí 2019 23:06 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti fundar með forystumönnum Grænlendinga og Færeyinga í Kaupmannahöfn í byrjun september þegar hann kemur við í Danmörku eftir heimsókn til Póllands. Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem Bandaríkjaforseti hittir leiðtoga þessara næstu nágrannaþjóða Íslendinga. Megintilgangur Evrópuheimsóknar Trumps dagana 31. ágúst til 4. september er að minnast þess að 80 ár verða liðin frá innrás Þjóðverja í Pólland, sem markaði upphaf síðari heimsstyrjaldar. Trump tekur þátt í minningarathöfnum í Varsjá þann 1. september.Donald Trump heilsar Lars Løkke Rasmussen, þáverandi forsætisráðherra Dana, við Hvíta húsið fyrir tveimur árum.Mynd/Hvíta húsið.Danir urðu margir upp með sér þegar tilkynnt var að Bandaríkjaforseti og forsetafrúin Melania hyggðust í bakaleiðinni heilsa upp á Margréti Danadrottningu og Mette Frederiksen, nýbakaðan forsætisráðherra. Danskir fréttaskýrendur áttuðu sig þó fljótlega á því að Trump hafði minnstan áhuga á Danmörku, - Grænland er aðalmálið. Í opinberri fréttatilkynningu Hvíta hússins segir að heimsókn forsetans varpi ljósi á söguleg tengsl Bandaríkjanna, Póllands og Danmerkur, sem og vilja forsetans til að takast á við sameiginlegar öryggisáskoranir svæðisins. Þetta þýðir Grænland og norðurslóðir, lesa hermálasérfræðingar dönsku blaðanna á milli línanna, enda er Kim Kielsen, leiðtoga Grænlendinga, boðið að koma til Kaupmannahafnar til fundar með Trump, við hlið Mette Frederiksen.Lars Løkke Rasmussen, þáverandi forsætisráðherra Danmerkur, tekur ljósmynd fyrir mótmælenda í Nuuk í heimsókn til Grænlands í fyrrahaust. Búist er við að kastljósið muni ekki síst beinast að Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, á fundinum með Trump í næsta mánuði, en Kielsen er til hægri á myndinni.Mynd/TV-2, Danmörku.Lögmanni Færeyja, Aksel V. Johannesen, er einnig boðið að hitta Bandaríkjaforseta. Það er hins vegar óvíst hvort hann verði þá enn lögmaður því kosningar fara fram til Lögþings Færeyja þann 31. ágúst. Kastljósið mun því meðal annars beinast að því sem fram fer á milli Trumps og Kims Kielsen, formanns landsstjórnar Grænlands. Bandaríkjamenn hafa lengi haft áhyggjur af áhuga Kínverja á Grænlandi og hernaðaruppbyggingu Rússa á norðurslóðum. Ákvörðun þeirra um milljarða fjárfestingu á Keflavíkurflugvelli er nýjasta dæmið um að þeir ætli sér að styrkja hernaðarmátt sinn í þessum heimshluta.Vel fór á með leiðtogum Danmerkur og Bandaríkjanna í Hvíta húsinu þann 30. mars 2017. Danir fara með utanríkismál Grænlands.Mynd/Hvíta húsið.Líklegt þykir að Thule-herstöðina og frekari uppbyggingu á Grænlandi muni bera á góma á fundi Trumps í Kaupmannahöfn. Þess er skemmst að minnast að bandaríska varnarmálaráðuneytið lýsti síðastliðið haust yfir vilja til þess að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands, aðeins viku eftir að Lars Løkke Rasmussen hitti Kim Kielsen í Nuuk og skrifaði undir tugmilljarða samning um stuðning danskra stjórnvalda við flugvallaverkefnið. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá undirritun flugvallarsamningsins í fyrrahaust:
Danmörk Donald Trump Færeyjar Grænland NATO Pólland Tengdar fréttir Kielsen tryggði flugvallagerð og fyrsta þjóðveg Grænlands Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi og leggja fyrsta þjóðveg landsins, samkvæmt stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Kim Kielsen, en ráðherralistinn var kynntur í dag. 5. október 2018 21:00 Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30 Bandaríkin blanda sér í flugvallamál Grænlands Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum. 18. september 2018 20:45 Danskur verktaki fær flugvelli á Grænlandi Danska verktakafyrirtækið Munck Gruppen varð hlutskarpast í útboði um gerð nýrra flugvalla í Nuuk og Ilulissat á Grænlandi. Framkvæmdir hefjast í haust. 14. júlí 2019 10:45 Bandaríski herinn og NATO áætla að setja 14 milljarða í framkvæmdir hér á landi Þar á meðal er viðhald á vegum NATO fyrir 4,5 milljarða króna. Einnig er gert ráð fyrir töluverðum framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli. 20. júlí 2019 23:06 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Kielsen tryggði flugvallagerð og fyrsta þjóðveg Grænlands Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi og leggja fyrsta þjóðveg landsins, samkvæmt stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Kim Kielsen, en ráðherralistinn var kynntur í dag. 5. október 2018 21:00
Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30
Bandaríkin blanda sér í flugvallamál Grænlands Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum. 18. september 2018 20:45
Danskur verktaki fær flugvelli á Grænlandi Danska verktakafyrirtækið Munck Gruppen varð hlutskarpast í útboði um gerð nýrra flugvalla í Nuuk og Ilulissat á Grænlandi. Framkvæmdir hefjast í haust. 14. júlí 2019 10:45
Bandaríski herinn og NATO áætla að setja 14 milljarða í framkvæmdir hér á landi Þar á meðal er viðhald á vegum NATO fyrir 4,5 milljarða króna. Einnig er gert ráð fyrir töluverðum framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli. 20. júlí 2019 23:06