Enski boltinn

Gylfi og félagar náðu ekki að skora í síðasta leiknum fyrir alvöruna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi í leik með Everton á undirbúningstímabilinu.
Gylfi í leik með Everton á undirbúningstímabilinu. vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Everton sem gerði markalaust jafntefli við Werder Bremen í æfingarleik í Brimarborg í dag.

Everton stillti upp sínu sterkasta liði í dag en allir leikmenn liðsins eru nú leikfærir. Gylfi Þór byrjaði leikinn í sinni uppáhalds stöðu, fremsti miðjumaður.







Bæði lið fengu sín færi í leiknum en ekkert mark var skorað í leiknum og lokatölurnar því markalaust jafntefli.

Gylfi spilaði fyrstu 82 mínútur leiksins en enska úrvalsdeildin hefst um næstu helgi. Everton mætir Crystal Palace á útivelli í fyrstu umferðinni á laugardag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×