Enski boltinn

Sakar stuðningsmenn Fulham um að hafa slegið systur sína og beitt hana kynþáttaníði

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Christie er ekki sáttur með framkomu stuðningsmanna Fulham í garð systur sinnar.
Christie er ekki sáttur með framkomu stuðningsmanna Fulham í garð systur sinnar. vísir/getty
Cyrus Christie, leikmaður Fulham, sakar tvo stuðningsmenn liðsins um að hafa slegið systur sína og beitt hana kynþáttaníði á leik Fulham og Barnsley í ensku B-deildinni í gær.

„Til stuðningsmanns Fulham sem ákvað að slá systur mína og konu hans sem réttlætti gjörðir hans með kynþáttaníði vona ég að þú sért stoltur af sjálfum þér og finnist þú vera stór kall,“ skrifaði Christie á Twitter.



Í yfirlýsingu frá Fulham kemur fram að félagið ætli að rannsaka málið og það grípi til róttækra aðgerða ef gerendurnir finnast.

Fulham tapaði leiknum í gær, 1-0, en þetta var fyrsti leikur liðsins í ensku B-deildinni á tímabilinu. Fulham féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Barnsley er hins vegar nýliði í B-deildinni.

Christie, sem er írskur landsliðsmaður, kom inn á sem varamaður í fyrri hálfleik í gær. Hann hefur leikið með Fulham síðan í janúar 2018.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×