Enski boltinn

Moise Kean skrifar undir fimm ára samning við Everton

Anton Ingi Leifsson skrifar
Moise Kean hress og kátur.
Moise Kean hress og kátur. vísir/getty
Moise Kean er genginn í raðir Everton en hann hefur staðist læknisskoðun hjá félaginu. Everton staðfesti þetta nú í morgun.

Everton er talið borga 27,5 milljónir punda fyrir ítalska framherjann en Everton sárvantaði markaskorara á síðustu leiktíð.

Eftir að Sky Sports greindi frá því í morgun að Kean hafi staðist læknisskoðun hjá þeim bláklæddu frá Bítlaborginni.





Kean er nítján ára og hefur skorað sjö mörk í þeim sextán leikjum sem hann hefur spilað fyrir Juventus. Hann á baki þrjá A-landsleiki og skoraði í þeim tvö mörk.

Hann sá ekki fram á mörg tækifæri hjá Gömlu konunni en Cristiano Ronaldo spilar þar flestar mínútur auk þess sem Romelu Lukaku er væntanlega á leiðinni til félagsins.

Fyrsti leikur Everton í ensku úrvalsdeildinni er næsta laugardag er liðið heimsækir Crystal Palace.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×