Enski boltinn

Tottenham tapaði í vítaspyrnukeppni í fyrsta leik Tanguy Ndombele á heimavelli

Anton Ingi Leifsson skrifar
Byrjunarlið Tottenham í dag.
Byrjunarlið Tottenham í dag. vísir/getty
Tottenham tapaði síðasta leiknum fyrir ensku úrvalsdeildina er liðið tapaði í vítaspyrnukeppni gegn Inter Milan eftir 1-1 jafntefli í venjulegum leiktíma.

Miðjumaðurinn Tanguy Ndombele lék sinn fyrsta leik á heimavelli í dag en leikurinn fór fram á nýja leikvangi Tottenham í Lundúnum. Tanguy var keyptur frá Lyon í sumar.

Lucas Moura kom Tottenham yfir strax á þriðju mínútu leiksins en miðjumaðurinn Stefano Sensi jafnaði metin á 33. mínútu.







Fleiri urðu mörkin ekki í leiknum og því var gripið til vítaspyrnukeppni. Bæði lið klúðruðu sínum fyrstu vítaspyrnum; Christian Eriksen fyrir Tottenham og Pucas fyrir Inter.

Svo komu sex vítaspyrnur í röð sem fóru í netið áður en Handanovic varði spyrnu hins unga miðjumanns Tottenham, Oliver Skipp. Joao Mario tryggði svo Inter sigurinn.







Fyrsti leikur Tottenham í ensku úrvalsdeildinni er á heimavelli gegn Aston Villa næsta laugardag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×