Enski boltinn

De Bruyne ómyrkur í máli: „Meira auglýsing en undirbúningstímabil“

Anton Ingi Leifsson skrifar
De Bruyne í leiknum í dag.
De Bruyne í leiknum í dag. vísir/getty
Kevin de Bruyne, miðjumaður Manchester City, var ánægður með sigur City á Liverpool í leiknum um Samfélagsskjöldinn en City hafði betur í vítaspyrnukeppni.

Belginn sagði þó í samtali við BT Sport í leikslok að það hafi sést á leiknum að leikurinn sé mjög snemma á leiktíðinni.

„Þetta var mjög erfiður leikur. Þú getur séð að það er undirbúningstímabil. Bæði lið eru ekki líkamlega tilbúin,“ sagði De Bruyne í samtali við BT Sport.





„Það er gaman að sjá samkeppnina og við munum berjast aftur á þessari leiktíð,“ en Bruyne segir að allur leikmannahópurinn hafi ekki verið lengi saman á undirbúningstímabilinu. Hann skaut einnig aðeins á æfingarferðir City.

„Sumir leikmennirnir komu bara til baka fyrir tveimur dögum og aðrir hafa æft í tvær til þrjár vikur. Undirbúningstímabilin eru meira auglýsing þessa daganna svo ágúst verður mikilvægur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×