Enski boltinn

Liverpool finnur arftaka Mignolet

Anton Ingi Leifsson skrifar
Adrian í leik með West Ham á síðustu leiktíð.
Adrian í leik með West Ham á síðustu leiktíð. vísir/getty
Liverpool er að ganga frá samningum við fyrrum markvörð West Ham, Adrian, en markvörðurinn er nú án félags.

Simon Mignolet gekk í gær í raðir Club Brugge í Belgíu eftir sex ára veru hjá þeim rauðklæddu í Bítlaborginni og leita þeir nú að nýjum markverði.

Adrian spilaði 150 leki fyrir West Ham á þeim sex árum sem hann var hjá félaginu en Spánverjinn kom frá Real Betis sumarið 2013.







Hann yrði hugsaður sem varamarkvörður fyrir hinn brasilíska Alisson en semji Adrian við Liverpool verður hann þriðji leikmaðurinn sem liðið fær í sumar.

Áður höfðu táningarnir Sepp van den Berg og Harvey Elliott samið við félagið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×