Enski boltinn

Solskjær segir Maguire einn besta miðvörð í heimi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Harry Maguire og Ole Gunnar Solskjær.
Harry Maguire og Ole Gunnar Solskjær. vísir/getty
Manchester United greindi frá því í morgun að félagið hafi keypt varnarmannin Harry Maguire en enski landsliðsmaðurinn skrifar undir sex ára samning.

Kaupverðið á Maguire er 80 milljónir punda en í samtali við heimasíðu Manchester United eftir félagaskiptin sagði Maguire að hann væri stoltur af þessu tækifæri.

„Þegar Manchester United bankar á dyrnum þá er það ótrúlegt tækifæri,“ sagði Maguire. Hann er nú næst dýrasti leikmaðurinn í sögu enska fótboltans en Paul Pogba er dýrastur. Hann var keyptur á 89 milljónir punda.







Maguire er fjórði leikmaðurinn sem United kaupir í sumar en áður höfðu þeir Aaron Wan-Bissaka komið frá Crystal Palace og Daniel James frá Swansea. Aaron kostaði 50 milljónir punda og Daniel James fimmtán.

„Það er klárt að Ole er að búa til lið sem vill vinna titla. Ég hlakka til að hitta liðsfélaganna og byrja leiktíðina,“ sagði enski landsliðsmaðurinn.

Norðmaðurinn Solskjær er hrikalega ánægður með kaupin á Maguire og hrósar honum í hástert.

„Harry er einn besti miðvörðurinn í leiknum í dag. Hann les leikinn vel og er með góða nærveru á vellinum. Hann mun falla vel inn í hópinn bæði innan sem utan vallar,“ sagði Solskjær.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×