Enski boltinn

Koscielny farinn frá Arsenal

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Koscielny er farinn til Bordeaux.
Koscielny er farinn til Bordeaux. vísir/getty
Laurent Koscielny er á leið frá Arsenal til Bordeaux. Arsenal staðfesti þetta í dag.



Koscielny fór í verkfall fyrr í sumar til að reyna að losna frá Arsenal og hefur nú loksins orðið að ósk sinni. Hann neitaði m.a. að fara með liðinu í æfingaferð til Bandaríkjanna.

Koscielny gekk í raðir Arsenal frá Lorient 2010. Hann lék 353 leiki fyrir Arsenal og varð þrisvar sinnum bikarmeistari með liðinu.

Talið er að Bordeaux borgi Arsenal um 4,6 milljónir punda fyrir Koscielny sem var gerður að fyrirliða Arsenal síðasta sumar eftir að Per Mertesacker lagði skóna á hilluna.

Síðasti leikur Koscielnys fyrir Arsenal var gegn Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í vor. Arsenal tapaði leiknum, 4-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×