Enski boltinn

Juventus samþykkir tilboð Tottenham í Dybala

Anton Ingi Leifsson skrifar
Dybala mætir til æfinga í gær.
Dybala mætir til æfinga í gær. vísir/getty
Sky Sports fréttastofan greinir frá því að Tottenham hafi náð samkomulagi við Juventus um kaup á argentínska framherjanum, Paulo Dybala. Dybala og Tottenham hafa þó ekki náð saman kaup og kjör.

Samkvæmt heimildum Sky Sports er talið að Tottenham borgi um 64 milljónir punda fyrir framherjann sem var lengi vel á radaranum hjá Man. Utd áður en það féll niður í síðustu viku.







Argentínumaðurinn átti að fara í skiptum til United og Romelu Lukaku í hina áttina en Manchester United hætti við samninginn er liðið fór í viðræður við Dybala og hans umboðsmann.

Nú er Tottenham komið í spilið en Dybala snéri til baka til æfinga hjá Juventus í gær eftir að hafa fengið örlítið lengra sumarfrí vegna Suður-Ameríkukeppninnar.

Juventus er talið hafa gert það kristaltært fyrir Dybala að hann sé ekki í plönum nýráðins stjóra félagsins, Maurizio Sarri, svo Argentínumaðurinn leitar sér nú að nýju félagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×