Íslenski boltinn

Ólafur Kristjánsson: Hvað er að vera betri?

Guðlaugur Valgeirsson skrifar
Ólafur þungt hugsi í kvöld.
Ólafur þungt hugsi í kvöld. vísir/daníel
Ólafur Kristjánsson þjálfari FH var mjög sáttur með sigur sinna manna gegn ÍA í kvöld en FH skoraði mjög seint í leiknum til að tryggja sér sigurinn.

„Bara eins góður og allir sigrar. 1-0 sigrar og 3 stig þetta var frábært í kvöld.”

Skagamenn voru grimmir í byrjun og voru sterkari aðilinn. Óli vildi ekki meina að þeir hafi verið betri.

„Við getum ekki alltaf stjórnað því hvort við séum aftarlega eða ekki. Við gáfum ákveðin svæði eftir og því fór sem fór.”

„Hvað er að vera betri? Ég veit það ekki. Ef þú ert mikið með boltann og tapar leiknum þá færðu ekkert út úr honum þannig að ég er ánægður eftir leik.”

Brandur Olsen var ekki í leikmannahóp FH í kvöld en hann er að glíma við meiðsli. Óli sagði að lokum að það væri ekki ljóst hvort hann sé lengi frá.

„Það er ekki vitað en það kemur vonandi í ljós á næstu dögum,” sagði Ólafur Kristjánsson að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×