Íslenski boltinn

Blikar hafa ekki unnið leik í 46 daga en eru samt ennþá í öðru sæti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Júlí var ekki góður mánuður fyrir Blika. Hér eru þeir Viktor Örn Margeirsson og Gunnleifur Gunnleifsson í tapleiknum á móti HK.
Júlí var ekki góður mánuður fyrir Blika. Hér eru þeir Viktor Örn Margeirsson og Gunnleifur Gunnleifsson í tapleiknum á móti HK. Vísir/Bára

Breiðablik fær KA í heimsókn í kvöld í 15. umferð Pepsi Max deildar karla og geta minnkað forskot KR-inga aftur í tíu stig með sigri.

Blikar gátu komist á toppinn þegar liðið heimsótti KR 1. júlí síðastliðinn en sá leikur tapaðist 2-0 og Breiðablik hefur síðan aðeins náð í eitt stig út úr síðustu fjórum deildarleikjum sínum.

Síðasti sigurleikur Breiðabliksliðsins í Pepsi Max deildinni var á móti botnliði ÍBV 22. júní síðastliðinn en síðan eru liðinn einn mánuður og sextán dagar að auki. Blikar unnu ÍBV 3-1.

Það er ótrúlega við þetta slaka gengi Blika að undanförnu er að þeir eru ennþá í öðru sæti deildarinnar. Skagamenn fengu enn á ný tækifæri til að taka það af þeim í gærkvöldi en ÍA tapaði þá fyrir FH.

ÍA og FH eru nú bæði einu stigi á eftir Blikum og það er síðan bara tvö stig í Stjörnuna og HK, þrjú stig í Val og fjögur stig í Fylki.

Stjarnan og Valur geta bæði með sigri í sínum leikjum í kvöld tekið annað sætið af Breiðabliki en Valsmenn þurfa þá stóran sigur á Fylki.

Blikar hafa haldið öðru sætinu þrátt fyrir að vera með ellefta besta árangurinn í júlí af tólf liðum. Það voru aðeins Eyjamenn sem fengu færri stig í júlí en þeir náðu ekki í eitt einasta stig í mánuðinum.

Breiðablik tekur á móti KA klukkan 18.00 í kvöld en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Stöð 2 Sport sýnir beint leik Vals og Fylkis sem hefst klukkan 19.15 en á sama tíma taka Stjörnumenn á móti Víkingum í Garðabænum.

Síðustu fjórir deildarleikir Blika:
1. júlí - tap fyrir KR (0-2)
7. júlí - tap fyrir HK (1-2)
22. júlí - jafntefli við Grindavík (0-0)
29. júlí - tap fyrir Víkingi (2-3)

Stig liðanna í Pepsi Max deild karla í júlímánuði:
1. KR 10 stig (Markatala: +6, 10-4)
2. HK 10 stig  (+4, 7-3)
3. Valur 7 stig  (+3, 7-4)
4. Grindavík 7 stig  (+1, 3-2)
5. FH 7 stig  (-1, 3-4)
6. ÍA 6 stig  (+1, 5-4)
7. Víkingur 6 stig  (=, 6-6)
8. Fylkir 4 stig  -2, (5-7)
9. KA 4 stig  (-2, 4-6)
10. Stjarnan 3 stig  (=, 3-3)
11. Breiðablik 1 stig  (-4, 3-7)
12. ÍBV 0 stig (-6, 3-9)Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.