Íslenski boltinn

Pepsi Max mörkin: Fóru vel yfir atvikin sem Jóhannes Karl var brjálaður yfir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA og Egill Arnar Sigurþórsson dómari.
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA og Egill Arnar Sigurþórsson dómari. Vísir/Daníel
FH-ingar unnu 1-0 sigur á Skagamönnum í hörkuleik í 15. umferð Pepsi deildar karla. Pepsi Max mörkin fóru yfir fjögur umdeild atvik í leiknum.

Jóhannes Karl Guðjónsson var mjög ósáttur með að fá ekki tvær vítaspyrnur í leiknum en sérfræðingar Pepsi Max markanna fóru vel yfir þessi tvö atvik.

Þau komust að því að fyrra atvikið hafi átt að vera víti en ekki það síðara.

„Hann er ekki einu sinni með höndina nálægt líkamanum. Maður sér hana fara út. Hann er bara að verja boltann og ég skil Jóhannes Karl mjög vel að vera ósáttan með dómarann þarna,“ sagði Hallbera Guðný Gísladóttir, sérfræðingur Pepsi Max markanna.

„Þetta finnst mér vera tæpara en mér fannst fyrra atvikið vera púra víti. Það er hægt að færa rök fyrir því að hafa sleppt þessu víti en fyrra atvikið var víti,“ sagði Reynir Leósson, sérfræðingur Pepsi Max markanna.

Þá var einnig farið yfir tvö brot hjá Skagamönnum þar sem þeir sluppu við rautt spjald í öðru brotinu og við annað gula spjaldið í hinu. Skagamenn voru heppnir að enda leikinn með ellefu menn inn á vellinum.



Klippa: Pepsi Max mörkin: Fjögur umdeild atvik úr leik FH og ÍA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×