Enski boltinn

Leroy Sane sleit krossband á móti Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leroy Sane gerði sér strax grein fyrir því að eitthvað mikið væri að.
Leroy Sane gerði sér strax grein fyrir því að eitthvað mikið væri að. Getty/ Chris Brunskill
Manchester City hefur staðfest það að þýski landsliðsmaðurinn Leroy Sane hafi slitið krossband í leiknum á móti Liverpool þegar liðin léku um Samfélagsskjöldinn á sunnudaginn var.

Leroy Sane haltraði af velli eftir aðeins þrettán mínútna leik á Wembley en Manchester City skoraði markið sitt í leiknum á meðan Leroy Sane var utan vallar og liðið manni færri.

Nú er komið í ljós að krossbandið í hægra hné er slitið og að Leroy Sane er á leiðinni í aðgerð á næstu dögum.





Leroy Sane er 23 ára gamall og var orðaður við Bayern München í allt sumar. Hann var hins vegar í byrjunarliði Pep Guardiola í fyrsta alvöru leik tímabilsins.

Það er ljóst að Sane fer ekki til Bayern núna enda mun hann ekki spila mikinn fótbolta næsta árið.

Leroy Sane mun væntanlega missa af öllu tímabilinu með Manchester City sem og líklega Evrópukeppninni með þýska landsliðinu næsta sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×