Morðóður maður handtekinn í Kaliforníu Kjartan Kjartansson skrifar 8. ágúst 2019 18:21 Maðurinn var loks handtekinn við 7-11-verslun í Santa Ana en ekki áður en hann hafði stungið öryggisvörð þar til bana. AP/Alex Gallardo Lögreglan í Kaliforníu handtók karlmann á fertugsaldri sem gekk berserksgang og stakk fjóra til bana og særði tvo til viðbótar í gær, að því er virðist að handahófi. Árásarmaðurinn og fjögur fórnlömb hans eru sögð af rómönskum ættum. AP-fréttastofan segir að maðurinn, sem er 33 ára gamall, hafi rænt fjölda fyrirtækja og myrt tvo menn í fjölbýlishúsi þar sem hann býr í borginni Garden Grove. Hann var handtekinn þegar hann kom út úr verslun í nágrannaborginni Santa Ana. Þar hafði hann tekið byssu af öryggisverði sem hann stakk til bana. Talið er að fórnarlömb mannsins hafi verið valin að handahófi. „Rán, hatur og morð“ eru einu ástæður morðanna svo sé, að sögn Carl Whitney, liðsforingja í lögreglunni í Garden Grove. „Við vitum að þessi náungi var fullur af hatri og hann skaðaði margt fólk í kvöld,“ sagði Whitney.Hjó nærri því nefið af manni sem dældi eldsneyti á bíl sinn Til einhvers konar ágreinings virðist hafa komið á milli árásarmannsins og tveggja manna í fjölbýlishúsinu. Hann stakk þá báða til bana. Hann stakk næst konu, starfsmann tryggingafyrirtækis sem hann rændi, ítrekað. Talið er að konan komist lífs af. Næst réðst maðurinn á viðskiptavin bensínstöðvar sem var að dæla eldsneyti á bíl sinn. Stakk hann viðskiptavininn í bakið og hjó nærri af honum nefið, að sögn lögreglu. Sú atlaga virðist hafa verið með öllu tilefnislaus þar sem árásarmaðurinn gerði enga tilraun til að ræna manninn. Loks náðist árásarmaðurinn eftir að hann stakk öryggisvörð í 7-11-verslun í Santa Ana til bana. Hann gafst þá upp og lét frá sér stóran hníf og byssu sem hann hafði skorið úr belti öryggisvarðarins. Kom þá í ljós að hann hafði einnig stungið starfsmann Subway-veitingastaðar í nágrenninu til bana í vopnuðu ráni þar. Hnífsstungumorðin koma fast á hæla tveggja mannskæðra skotárása í Ohio og Texas um helgina þar sem vopnaðir menn skutu 31 til bana. Sérstaka athygli hefur ódæðið í El Paso í Texas vakið því morðinginn virðist hafa látið til skarar skríða vegna andúðar sinnar á innflytjendum og útlendingum. Fjöldamorðið er rannsakað sem hatursglæpur. Árásarmanninum og fjórum fórnarlömbum hans er lýst sem af rómönskum ættum. Tvö fórnarlambanna eru hvít. Bandaríkin Tengdar fréttir Tala látinna í El Paso hækkar Fjöldi látinna er kominn upp í 21 eftir að eitt fórnarlamba skotárásarinnar lést á sjúkrahúsi í El Paso í dag. 5. ágúst 2019 16:05 Árásarmaðurinn í Ohio sagður hafa haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga Bekkjarfélagar Connor Betts, árásarmannsins sem sem drap níu manns og særði 27 í skotárás í Dayton í Ohio-ríki Bandaríkjunum um helgina, segja að hann hafi haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga á meðan hann var nemandi í Bellbrook High School. 5. ágúst 2019 14:30 Tuttugu látnir eftir skotárás í Walmart: Trump segir ekkert geta réttlætt dráp á saklausu fólki Skjáskot úr eftirlitsmyndavélum hafa verið sýnd í fjölmiðlum þar sem árásarmaðurinn sést í svörtum stuttermabol, með heyrnarhlífar og árásarriffil. 4. ágúst 2019 08:02 Mest lesið Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Lögreglan í Kaliforníu handtók karlmann á fertugsaldri sem gekk berserksgang og stakk fjóra til bana og særði tvo til viðbótar í gær, að því er virðist að handahófi. Árásarmaðurinn og fjögur fórnlömb hans eru sögð af rómönskum ættum. AP-fréttastofan segir að maðurinn, sem er 33 ára gamall, hafi rænt fjölda fyrirtækja og myrt tvo menn í fjölbýlishúsi þar sem hann býr í borginni Garden Grove. Hann var handtekinn þegar hann kom út úr verslun í nágrannaborginni Santa Ana. Þar hafði hann tekið byssu af öryggisverði sem hann stakk til bana. Talið er að fórnarlömb mannsins hafi verið valin að handahófi. „Rán, hatur og morð“ eru einu ástæður morðanna svo sé, að sögn Carl Whitney, liðsforingja í lögreglunni í Garden Grove. „Við vitum að þessi náungi var fullur af hatri og hann skaðaði margt fólk í kvöld,“ sagði Whitney.Hjó nærri því nefið af manni sem dældi eldsneyti á bíl sinn Til einhvers konar ágreinings virðist hafa komið á milli árásarmannsins og tveggja manna í fjölbýlishúsinu. Hann stakk þá báða til bana. Hann stakk næst konu, starfsmann tryggingafyrirtækis sem hann rændi, ítrekað. Talið er að konan komist lífs af. Næst réðst maðurinn á viðskiptavin bensínstöðvar sem var að dæla eldsneyti á bíl sinn. Stakk hann viðskiptavininn í bakið og hjó nærri af honum nefið, að sögn lögreglu. Sú atlaga virðist hafa verið með öllu tilefnislaus þar sem árásarmaðurinn gerði enga tilraun til að ræna manninn. Loks náðist árásarmaðurinn eftir að hann stakk öryggisvörð í 7-11-verslun í Santa Ana til bana. Hann gafst þá upp og lét frá sér stóran hníf og byssu sem hann hafði skorið úr belti öryggisvarðarins. Kom þá í ljós að hann hafði einnig stungið starfsmann Subway-veitingastaðar í nágrenninu til bana í vopnuðu ráni þar. Hnífsstungumorðin koma fast á hæla tveggja mannskæðra skotárása í Ohio og Texas um helgina þar sem vopnaðir menn skutu 31 til bana. Sérstaka athygli hefur ódæðið í El Paso í Texas vakið því morðinginn virðist hafa látið til skarar skríða vegna andúðar sinnar á innflytjendum og útlendingum. Fjöldamorðið er rannsakað sem hatursglæpur. Árásarmanninum og fjórum fórnarlömbum hans er lýst sem af rómönskum ættum. Tvö fórnarlambanna eru hvít.
Bandaríkin Tengdar fréttir Tala látinna í El Paso hækkar Fjöldi látinna er kominn upp í 21 eftir að eitt fórnarlamba skotárásarinnar lést á sjúkrahúsi í El Paso í dag. 5. ágúst 2019 16:05 Árásarmaðurinn í Ohio sagður hafa haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga Bekkjarfélagar Connor Betts, árásarmannsins sem sem drap níu manns og særði 27 í skotárás í Dayton í Ohio-ríki Bandaríkjunum um helgina, segja að hann hafi haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga á meðan hann var nemandi í Bellbrook High School. 5. ágúst 2019 14:30 Tuttugu látnir eftir skotárás í Walmart: Trump segir ekkert geta réttlætt dráp á saklausu fólki Skjáskot úr eftirlitsmyndavélum hafa verið sýnd í fjölmiðlum þar sem árásarmaðurinn sést í svörtum stuttermabol, með heyrnarhlífar og árásarriffil. 4. ágúst 2019 08:02 Mest lesið Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Tala látinna í El Paso hækkar Fjöldi látinna er kominn upp í 21 eftir að eitt fórnarlamba skotárásarinnar lést á sjúkrahúsi í El Paso í dag. 5. ágúst 2019 16:05
Árásarmaðurinn í Ohio sagður hafa haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga Bekkjarfélagar Connor Betts, árásarmannsins sem sem drap níu manns og særði 27 í skotárás í Dayton í Ohio-ríki Bandaríkjunum um helgina, segja að hann hafi haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga á meðan hann var nemandi í Bellbrook High School. 5. ágúst 2019 14:30
Tuttugu látnir eftir skotárás í Walmart: Trump segir ekkert geta réttlætt dráp á saklausu fólki Skjáskot úr eftirlitsmyndavélum hafa verið sýnd í fjölmiðlum þar sem árásarmaðurinn sést í svörtum stuttermabol, með heyrnarhlífar og árásarriffil. 4. ágúst 2019 08:02