Enski boltinn

Ensku liðin borguðu mest fyrir þessa fimm leikmenn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pepe gekk í raðir Arsenal.
Pepe gekk í raðir Arsenal. vísir/getty
Enska félagaskiptaglugganum lauk í gær og það var eins og oft áður mikið fjör á lokadegi gluggans.

Sporf tók saman fimm dýrustu leikmennina sem ensku liðin fengu til sín en á toppnum er að sjálfsögðu Harry Maguire sem gekk í raðir Manchester United.

United gerði hann að dýrasti varnarmanni sögunnar en hann er átta milljónum punda dýrari en næsti maður á lista. Það er vængmaðurinn Pepe sem gekk í raðir Tottenham.

Manchester City á svo leikmennina í 3. og 4. sætinu. Rodri kom til City frá Atletico Madrid á 63. milljónir punda og Joao Cancelo kom frá Juventus fyrir 58 milljónir punda.

Tottenham hefur ekki verið duglegt að kaupa leikmenn í undanförnum gluggum en gerðu vel í sumar. Þeir tryggðu sér einnig 5. sætið á þessum lista með kaupum á Tanguy Ndombele.

Enska úrvalsdeildin hefst í dag með leik Liverpool og Norwich.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×