Vetrarhlé og myndbandadómgæsla í fyrsta sinn í ensku úrvalsdeildinni í vetur Benedikt Bóas skrifar 9. ágúst 2019 13:30 Allir vellir úrvalsdeildarinnar nema Old Trafford og Anfield eru með skjái sem munu sýna áhorfendum hvað verið er að skoða. nordicphotos/Getty Enska úrvalsdeildin hefst í kvöld með leik Liverpool og Norwich en fyrsta umferðin klárast síðan um helgina. Þetta verður sögulegt tímabil og það eru allavega tvær ástæður fyrir því. Tvær stórar breytingar hafa verið gerðar í ensku úrvalsdeildinni fyrir tímabilið 2019-20. Nú er í fyrsta sinn vetrarhlé á deildinni og þá verður notast við myndbandsdómgæslu í leikjum ensku úrvalsdeildarinnar í vetur.Vetrarhlé í fyrsta sinn á Englandi Í fyrsta sinn í ensku úrvalsdeildinni er búið að ákveða að lið í deildinni fái tíu daga hvíld yfir vetrartímann til að takast á við leikjaálagið sem fylgir liðum í efstu deild. Kemur það niður á fimmtu umferð ensku bikarkeppninn Um árabil hafa erlendir knattspyrnustjórar kallað eftir því að deildarkeppnin taki upp vetrarfrí eins og þekkist í flestum stærstu deildum Evrópu. Þjálfarar enska landsliðsins hafa yfirleitt tekið í sama streng í von um að minnka hættuna á meiðslum en rík hefð fyrir knattspyrnu á Englandi yfir jólavertíðina hefur komið í veg fyrir það. Tíu leikja umferð í febrúar verður deilt á tvær helgar sem veitir öllum liðunum tíu daga frí í febrúar og er yfirmaður enska knattspyrnusambandsins, Martin Glenn, vongóður um að það hafi góð áhrif á enska landsliðið fyrir Evrópumótið næsta sumar. „Það hefur staðið til lengi að koma að vetrarhléi í úrvalsdeildinni og ég held að enska landsliðið og liðin sem keppa í Evrópukeppnunum í vor muni njóta góðs af þessu hléi.“Myndbandsdómgæsla notuð í vetur Í fyrsta sinn verður notast við myndbandsdómgæslu (e. video assistant referee) í leikjum ensku úrvalsdeildarinnar í vetur. Samþykkt var á fundi síðasta vetur að innleiða myndbands-dómgæslu frá og með þessu tíma-bili og verður Andre Marriner fyrsti myndbandsdómarinn í kvöld þegar hann verður Michael Oliver og dómarateyminu til aðstoðar á Anfield á meðan á leik Liverpool og Norwich stendur. Nítján mánuðir eru liðnir síðan myndbandsdómgæsla var í fyrsta sinn notuð á Englandi í bikarleik Brighton og Crystal Palace og velgengni þess leiddi til þess að myndbandsdómgæsla var notuð í flestum deildabikar- og bikarleikjum á Englandi á síðasta tímabili. Þá var tæknin notuð í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu í vor og er komin í gagnið í efstu deild Þýskalands, Ítalíu, Frakklands og á Spáni. Myndbandsdómgæsla reyndist skilja liðin Manchester City og Tottenham að í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð. Þá virtist Raheem Sterling hafa tryggt Manchester City sigurinn í uppbótartíma en mark hans var flautað af vegna rangstöðu í aðdraganda marksins. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Í beinni: Tottenham - Crystal Palace | Lundúnaslagur Enski boltinn Í beinni: Barcelona - Real Madrid | Allt undir í El Clásico Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Arsenal | Skytturnar sækja meistarana heim Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Í beinni: Tottenham - Crystal Palace | Lundúnaslagur „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Sjá meira
Enska úrvalsdeildin hefst í kvöld með leik Liverpool og Norwich en fyrsta umferðin klárast síðan um helgina. Þetta verður sögulegt tímabil og það eru allavega tvær ástæður fyrir því. Tvær stórar breytingar hafa verið gerðar í ensku úrvalsdeildinni fyrir tímabilið 2019-20. Nú er í fyrsta sinn vetrarhlé á deildinni og þá verður notast við myndbandsdómgæslu í leikjum ensku úrvalsdeildarinnar í vetur.Vetrarhlé í fyrsta sinn á Englandi Í fyrsta sinn í ensku úrvalsdeildinni er búið að ákveða að lið í deildinni fái tíu daga hvíld yfir vetrartímann til að takast á við leikjaálagið sem fylgir liðum í efstu deild. Kemur það niður á fimmtu umferð ensku bikarkeppninn Um árabil hafa erlendir knattspyrnustjórar kallað eftir því að deildarkeppnin taki upp vetrarfrí eins og þekkist í flestum stærstu deildum Evrópu. Þjálfarar enska landsliðsins hafa yfirleitt tekið í sama streng í von um að minnka hættuna á meiðslum en rík hefð fyrir knattspyrnu á Englandi yfir jólavertíðina hefur komið í veg fyrir það. Tíu leikja umferð í febrúar verður deilt á tvær helgar sem veitir öllum liðunum tíu daga frí í febrúar og er yfirmaður enska knattspyrnusambandsins, Martin Glenn, vongóður um að það hafi góð áhrif á enska landsliðið fyrir Evrópumótið næsta sumar. „Það hefur staðið til lengi að koma að vetrarhléi í úrvalsdeildinni og ég held að enska landsliðið og liðin sem keppa í Evrópukeppnunum í vor muni njóta góðs af þessu hléi.“Myndbandsdómgæsla notuð í vetur Í fyrsta sinn verður notast við myndbandsdómgæslu (e. video assistant referee) í leikjum ensku úrvalsdeildarinnar í vetur. Samþykkt var á fundi síðasta vetur að innleiða myndbands-dómgæslu frá og með þessu tíma-bili og verður Andre Marriner fyrsti myndbandsdómarinn í kvöld þegar hann verður Michael Oliver og dómarateyminu til aðstoðar á Anfield á meðan á leik Liverpool og Norwich stendur. Nítján mánuðir eru liðnir síðan myndbandsdómgæsla var í fyrsta sinn notuð á Englandi í bikarleik Brighton og Crystal Palace og velgengni þess leiddi til þess að myndbandsdómgæsla var notuð í flestum deildabikar- og bikarleikjum á Englandi á síðasta tímabili. Þá var tæknin notuð í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu í vor og er komin í gagnið í efstu deild Þýskalands, Ítalíu, Frakklands og á Spáni. Myndbandsdómgæsla reyndist skilja liðin Manchester City og Tottenham að í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð. Þá virtist Raheem Sterling hafa tryggt Manchester City sigurinn í uppbótartíma en mark hans var flautað af vegna rangstöðu í aðdraganda marksins.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Í beinni: Tottenham - Crystal Palace | Lundúnaslagur Enski boltinn Í beinni: Barcelona - Real Madrid | Allt undir í El Clásico Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Arsenal | Skytturnar sækja meistarana heim Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Í beinni: Tottenham - Crystal Palace | Lundúnaslagur „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Sjá meira