Enski boltinn

David Silva verður fyrirliði á sínu síðasta tímabili hjá City

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Silva í leiknum gegn Liverpool um Samfélagsskjöldinn um síðustu helgi.
Silva í leiknum gegn Liverpool um Samfélagsskjöldinn um síðustu helgi. vísir/getty
David Silva er nýr fyrirliði Englandsmeistara Manchester City. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City, greindi frá þessu á blaðamannafundi í dag.



Silva verður því með fyrirliðabandið á sínu síðasta tímabili hjá City. Í sumar gaf Spánverjinn það út að tímabilið 2019-20 yrði hans síðasta hjá City. Hann kom til félagsins frá Valencia 2010. Hann hefur fjórum sinnum orðið Englandsmeistari með City og tvisvar sinnum bikarmeistari.

Silva tekur fyrirliðabandinu hjá City af Vincent Kompany sem yfirgaf félagið eftir síðasta tímabil og gerðist spilandi þjálfari hjá Anderlecht.

Fernandinho og Kevin De Bruyne verða varafyrirliðar City í vetur.



City sækir West Ham United heim í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á morgun. Leikurinn hefst klukkan 11:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×