Enski boltinn

Segja Man. Utd og Juventus hafa náð samkomulagi um skiptin á Lukaku og Dybala

Anton Ingi Leifsson skrifar
Paulo Dybala er á leið til Manchester United.
Paulo Dybala er á leið til Manchester United. vísir/getty
Sky Sports fréttastofan á Ítalíu greinir frá því nú undir kvöld að Juventus og Manchester Unitd hafi komust að samkomulagi um skipti á leikmönnum.

Juventus hefur haft áhuga á Romelu Lukaku, belgíska framherja Manchester United, og nú er talið að félögin hafi náð samkomulagi.







Ítölsku meistararnir borga væna summu fyrir Lukaku en að auki fær Manchester United Paulo Dybala í staðinn. Umboðsmaður Dybala var einmitt staddur í Manchester í dag.

Sá fundur hefur væntanlega gengið vel því Sky greinir nú frá því að liðin hafi náð saman og reiknað er með því að samningarnir verða staðfestir á næstu dögum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×