Íslenski boltinn

Birnir Snær til HK

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Birnir Snær tekur í spaðann á Brynjari Birni Gunnarssyni, þjálfara HK.
Birnir Snær tekur í spaðann á Brynjari Birni Gunnarssyni, þjálfara HK. mynd/hk
HK hefur samið við Val um kaup á Birni Snæ Ingasyni. Hann er uppalinn hjá Fjölni en gekk í raðir Vals fyrir tímabilið.

Birnir fékk fá tækifæri hjá Val og er nú kominn til nýliða HK sem eru í 8. sæti Pepsi Max-deildar karla. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við HK.

Birnir lék tíu deildarleiki með Val og skoraði eitt mark. Það var sigurmarkið gegn hans núverandi samherjum í HK í Kórnum 30. júní síðastliðinn.

Birnir, sem er 23 ára, hefur leikið 74 leiki í efstu deild og skorað 13 mörk.

Hann gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir HK þegar liðið sækir ÍBV heim á laugardaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×