Erlent

Breskt flug­fé­lag af­lýsir flugferðum til Egypta­lands næstu vikuna

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
getty/Nicolas Economou
Breska flugfélagið British Airways hefur lagt niður öll flug til Kaíró, höfuðborgar Egyptalands, næstu vikuna af öryggisástæðum. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC.Farþegum, sem voru við það að ganga um borð í flugvél BA á Heathrow velli í Lundúnum, var sagt að fluginu væri aflýst og að engin önnur flug yrðu flogin næstu vikuna.Flugfélagið hefur ekki greint frá því hvaða sérstaka öryggisógn veldur þessu.Talsmaður flugvallarins í Kaíró sagði í samtali við BBC að BA hafi enn ekki tilkynnt flugvellinum breytingar á flugferðum sínum.Talsmaður BA sagði: „Við endurskoðum stöðugt öryggisáætlanir okkar á flugvöllum út um allan heim og höfum aflýst flugum til Kaíró næstu sjö daga til öryggis til að hægt sé að meta aðstæður þar betur.“„Öryggi farþega og starfsmanna okkar er alltaf forgangsmál og við myndum aldrei fljúga nema það væri öruggt.“Á föstudag uppfærði utanríkisráðuneyti Bretlands ráð til Breta sem ferðast til Egyptalands. Meðal þeirra ráða sem voru uppfærð er viðvörunin: „Það er aukin hryðjuverkaógn gegn flugumferð. Auknar öryggisráðstafanir hafa verið teknar fyrir flug sem fara frá Egyptalandi til Bretlands.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.