Erlent

86 Bosníumúslimar jarðaðir eftir hryllilegan atburð fyrir 27 árum

Eiður Þór Árnason skrifar
Sum líkin fundust ekki fyrr en á síðasta ári.
Sum líkin fundust ekki fyrr en á síðasta ári. Getty/Anadolu Agency

Þúsundir ættingja frá Bosníu og víðs vegar úr Evrópu söfnuðust saman í þorpinu Hambarine í Bosníu og Hersegóvínu í dag, þar sem greftrun 86 Bosníumúslima fór fram. Jarðarförin fer fram 27 árum eftir að fólkinu var banað í einum hryllilegasta atburði Bosníustríðsins. Fréttastofa Reuters greinir frá þessu.

Fórnarlömbin voru mörg hver í haldi í fangabúðum nálægt bænum Prijedor á meðan stríðið gekk yfir. Þau voru skotin til bana af herliði Bosníuserba í ágúst 1992 á meðan þau stóðu á brún Koricani hamra í miðri Bosníu og var síðan hent ofan í hundrað metra hátt gljúfrið.

Ellefu fyrrverandi lögreglumenn hafa verið sakfelldir fyrir glæpinn, þar á meðal Darko Mrdja sem var dæmdur í sautján ára fangelsi af Alþjóða glæpadómstólnum í Haag. Hinir voru sakfelldir af stríðsdómstól í Bosníu.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.